13.10.06

Konni kynlegi kynnir sig

Þá er loksins komið að því að ég, vegna fjölda áskorana, hef ákveðið að verða við beiðni ýmissa kvenna á besta aldrei að veita þeim þá ánægju að uppfræða þær um kynleg fræði. Einkum verður höfðað til kvenna á Fljótsdalshéraði því þær hafa sýnt málinu sérstakan áhuga. Vonandi sýna aðrar konur viðlíka þroska og fróðleiksfýsn og þær. Gleðikvennafélag Vallahrepps verður stuðningsaðili minn við þessi skrif og þigg ég frá þeim góð ráð. Kynleg fræði eru skilgreind sem þau vísindi sem höfða til kynlegheita. Þetta eru ekki bein kynfræði, samanber hugtakið kynfræðsla heldur miklu dýpra og hnitmiðaðra hugtak sem engum hefur tekist að komast til botns í ennþá. Öllum er velkomið að beina spurningum til mín og mun ég reyna eftir bestu getu að fullnægja fyrirspyrjendum. Mér til halds og traust er siðgæðisvörður sem gengur undir því vafasama og villandi dulnefni miss Drunkenboldt. Hún hefur heitið því að standa vörð um siðgæði síðunnar því ég á það til að fara yfir strikið. Þeir sem óska eftir að verða skráðir á aðdáendalistann þurfa að senda mér línu eða kommennt. Kær kveðja til ykkar allra Konni kynlegi.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er eins gott að þú passir þig Konni minn. Ég mun hiklaust eyða öllu sem særir blygðunarkennd mína.

13 október, 2006 22:11  
Blogger Hildigunnur said...

velkominn, kæri Konni :-D

13 október, 2006 23:11  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra tónskáld
Þakka kærlega. Viltu ekki verða aðdáandi minn. Það kostar ekkert. Þú gætir kannski samið fyrir mig kyningarstef.
Kv
Konni kynlegi

13 október, 2006 23:23  

Skrifa ummæli

<< Home