13.10.06

Ástríður á Alþingi

Ýmsir vilja á þing ef miða má við alla þá sem taka þátt í prófkjörunum. Frambjóðendur keppast við að kynna sig. Þeir tíunda baráttumál og kynna sína persónu í viðamiklum auglýsingum. En er ekki kominn tími til að við kynnumst stjórnmálamönnum okkar frá nýrri hlið. Viljum við ekki öll einmitt kynnast ástríðum stjórnmálmanna? Er ekki afleitt ef á þing velst ástríðulaust fólk? Viljum við þannig fólk á þing? Hér með skorar Konni á þjóðina að sameinast um að kjósa á þing fólk með ástríður. Ef þingmenn nytu ásta af meiri krafti er ég viss um að lagasetningar og svo staða þjóðarbúsins gengi betur fyrir sig. Þá yrði til dæmis aldrei þæft fram undir morgun um ýmis leiðindamál því þingmenn væru löngu komnir heim til að njóta ásta. Þetta gæfi þjóðinni allri gott fordæmi rétt eins og Davíð Oddson sýndi er hann gekk um bæinn með bundið fyrir augu í einn dag í þágu blindra. Hefði ekki líka verið snjallt af honum að vera heima eða í faðmi konunnar í sumarbústaðnum eins og einn dag. Fjölmiðlar myndu safnast saman við heimilið eða sumarbústaðinn og að kvöldi kæmi ráðherrann og eiginkonan út í silkisloppum og ráðherrann lofaði meyna sem dæsti af ánægju. Þannig stjórnmálamann vil ég fá á þing. Kjósum ástríður á þing.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kæri Konni. Rakst á þessa slóð á heimasíðu gleðikonu og það gladdi mig mjög.Ég er viss um að þessi mynd sem þú dregur upp af DO með eiginkonunni myndi t.d. fá iðnaðarmenn á austurlandi til að stytta vinnudaginn. Þeir skriðu heim upp úr kaffi til mjálmandi eiginkvenna sinna. Ég styð átakið bóndann heim og ástríðufullir þingmenn myndu skila tómri sælu til þjóðarinnar;o)Ég er og verð aðdáandi þinn!!

14 október, 2006 10:41  
Anonymous Nafnlaus said...

Beygir maður það kannski ástríðarfullir?

14 október, 2006 12:50  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Adda
Þakka samstöðuna. Já, beygingin gæti orðið: Hér er ástríaðrfullur maður, um ásríaðarfullan mann, frá ástríðarfullum manni, ástríðarfulls manns. Set þig á listann yfir aðdáendur.
kv
Konni

14 október, 2006 16:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Konni minn - mikið er gaman að sjá þig hér. Ertu skyldur Hákoni Aðalsteins? Ég mjög stolt af því að vera skráð sérstaklega í aðdáendahópinn þinn. Ég mun fara fram á það við siðgæðisvörðinn þinn að setja krækju af Lötu Grétu yfir til þín. Þér er alltaf velkomið að sníkjublogga hjá Lötu Grétu.
Heyrðu Konni minn, einu sinni átti Gleðikvennafélag Vallahrepps málsvara á Alþingi - að vísu var hún bara varaþingmaður - en nú er ein af stofnfélögum GV að bjóða sig til þingsetu.

14 október, 2006 23:05  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Rannveig
Ég vildi að ég væri skyldur Hákoni Aðalsteins en svo er nú ekki og siðgæðisvörðurinn mun öruglega bæta Lötu Grétu við listann.
Svo finnst mér að Gleðikvennafélag Vallahrepps ætti nú að styðja vel við baráttu Jónínu fyrir öruggu þingsæti. Hún verður ykkur til sóma þegar hún verður farin að brillera úr ræðustól Alþingis.
Þ'u lítur við annað slagið
kv.
Konni

15 október, 2006 10:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Kæri Konni!
Mun innleiða hugmyndir þínar á hið háa Alþingi ef mér verður treyst til setu þar. Hef enn ekki þorað að segja frá því í pistli mínum yfir félagsstörf mín að ég sé stofnfélagi í Gleðikvennafélagi Vallahrepps, en það mun að kannski gera útslagið um gengið í prófkjörinu!!
Er innilega sammála þér um að ástríður eru eldsneyti frjórrar hugsunar og hvers kyns skemmtilegheita.
Áfram Konni.
Kveðja frá Nínu í prófkjöri

15 október, 2006 11:19  

Skrifa ummæli

<< Home