Golf er sannarlega tilvalin íþrótt fyrir hjón
Kæru lesendur.
Golf er mjög skemmtileg íþrótt fyrir hjón eða sambúðaraðila af öllu tagi. Nú þegar haustar og golfáhugamenn þurfa að leggja kylfunum er ekki úr vegi að líta á ýmis tækifæri sem golfáhugamenn gætu nýtt sér til að viðhalda áhuganum yfir veturinn því ekki eru allir golfspilarar svo stöndugir að þeir geti leikið sínar átján holur í fjarlægum löndum.
Það sem ég á einkum við er að hugtök og hugtakanotkun íþróttarinnar á vel við bak við luktar dyr hjónaherbergisins. Þannig geta hjón sem leika saman golf notað hugtök íþróttarinnar sér til gleði og ánægju uns sól hækkar á lofti á ný. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá tækifærin. Tökum til dæmis hugtökin kylfa, hola, teigur og pútter. Öll þessi hugtök geta golfhjón notað sér til skemmtunar í skammdeginu undir hlýju hjónasængur. Já, fjölskrúðugt táknmál ástarinnar getur auðgað hjónabönd og viðhaldið ástinni. Sem betur fer iðka hjón afar sjaldan saman knattspyrnu því hugtök knattspyrnunnar eiga afar illa við í ástarlífinu. Hugtök eins og vítateigur, útspark, varamaður og innkast.
Af þessu má sjá hversu heppileg golfíþróttin er fyrir hjón.
Kveðja,
Konni
2 Comments:
En ef maður sé ekki hjón? - eins og það væri orðað á nútíma íslensku.
Sæl
Ég minntist á að golf væri góð íþrótt fyrir sambúðaraðila af ÖLLU tagi. Einlífi er ein tegund sambúðar svo þetta gengur alveg upp.
kv
Konni
Skrifa ummæli
<< Home