15.10.06

Konur og freyðiböð

Hámarksunaður margra kvenna er að fara í gott freyðibað, unaðurinn er því meiri því þykkari sem froðan er. Þetta finnst mér afar merkilegt fyrirbæri. Hvers vegna þykir konum gott að fara í freyðibað? Af hverju kunna karlar ekki á freyðiböð?
Ég þekki engan karl sem fer í freyðibað og finnst það gott. Eina froðan sem ég sé karla njóta er froðan sem myndast ofan á bjór. Því mætti segja að eini líkamshlutinn sem körlum finnst gott að baða í froðu séu varirnar.
Konur vilja hins vegar liggja í froðu. Ég fór í freyðibað um daginn bara til að prófa auðvitað. Hvað haldið þið að hafi gerst? Froðan varð að engu. Þegar ég lá þarna í baðkarinu froðulaus datt mér í hug hvort froðan væri bara ekki til að hylja nekt og veita öryggi því maður er ansi allsber í baðkari án froðu.
Konni

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Óttalegur froðusnakkur ertu Konni minn. Þú hefur ekki verið með réttu tegundina - láttu ekki pranga inn á þig lágfreyðandi freyðibaði og gættu þess að það sé rétti ilmurinn - það er sko lykilatriði.
Ef það væri sett freyðibað í sundlaugina myndi ég fara daglega í sund.

15 október, 2006 14:39  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Rannveig
Þetta eru góð ráð. Það er svo skrýtið hvernig sum vitneskja fer fram hjá mér og mörgum öðrum körlum. Eitthvað sem er á vitorði allra kvenna er mér svo gersamlega hulið. Liggur þetta í eðlinu?
kær kveðja
Konni

15 október, 2006 17:38  

Skrifa ummæli

<< Home