15.10.06

Það er svo margt kynlegt

Mér finnst svo margt kynlegt þessa dagana. Það er eins og það kynlega sé á einhverskonar uppleið í samfélaginu og við sem erum sérstakir áhugamenn um hið kynlega kippumst við yfir undarlegheitunum þó við séum nú öllu vanir.
Kynlegheit nr. 1
Í gær fór ég á magnaðan flutning á Eddunni hans Jóns Leifs og hafði af því mikla unun. Mér finnst ekki viðeigandi að kalla það beint gaman því það hugtak nær ekki yfir þessa upplifun. Það kynlega var að ekki var uppselt á tónleikana. Eiginlega finnst mér að tvennir þrennir tónleikar á verkinu hefðu ekki verið óeðlilegir miðað við hversu mikill viðburður þetta var. Jæja, sem sagt ekki uppselt. Kynlegt!
Kynlegheit nr. 2
Í dag fór ég svo á þá merkilegu sýningu Pakkhús postulana í Listasafni Reykjavíkur og svo á Kjarvalsstaði á aðra merkilega sýningu á verkum Þórdísar Aðalsteinsdóttur auk smá innlits á gömlu meistarana. Það kynlega var að það var sko svo sannarlega ekki uppselt á þessi söfn í dag. Þó rigndi og rigndi og alveg upplagt að skella sér á listsýningar. Nei, segja má að ég hafi geta talið samtals gesti á báðum söfnunum á tám og fingrum. Þetta fannst mér líka kynlegt!
Kynlegheit nr. 3
Hvar vour allir? Jú, þeir voru að skoða nýja vöruhúsið hjá IKEA og á afmæli Smáralindarinnar. Er það ekki absúrd?
Spurning dagsins:
Er andleg krísa í landinu?
Kv.
Konni

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það hefur örugglega verið boðið upp á köku í IKEA en ekki á hinum stöðunum. Íslendingar hugsa bara um munn og maga og ef það á að fá þá til að mæta einhvers staðar verður að bjóða upp á veitingar.

16 október, 2006 08:01  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Rannveig
Nú veit ég! Af hverju ekki að framleiða Jón Leifs-kúlur eins og Mozart-kúlur.
Kv
Konni

16 október, 2006 08:22  
Blogger Tóta said...

Sjáðu nýja teljarann sem ég setti á síðuna þína í gærkvöldi. Þegar hann kemst í 1000, verður þú að senda mér Mozart-kúlu (nú eða Jóns Leifs)

16 október, 2006 09:50  
Blogger Rannveig said...

Heyrðu Konni, hún Elín er búin að koma sér upp góðu eldhúsi í Laufinu - kannski er hægt að fá hana til búa til Jóns Leifs nammi þegar túristatraffikin minnkar.

16 október, 2006 12:12  
Blogger Konni kynlegi said...

Sælar
Já, þúsundasti gesturinn fær Jón Leifs-kúlu.
Hlakka til!
kv
KOnni

16 október, 2006 16:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Skal tekið fram að bakkelsi var ekki á boðstólum í IKEA, nema þá á sama máta og í erfidrykkju Ásgeirs Smartvald hér um árið, þ.e. gegn vægu gjaldi. Lína Langsokkur hljóp þó um og dreifði sælgæti yfir lýðinn, og það alveg ókeypis.

16 október, 2006 17:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Voru ekki bara allir í Smáralind að sýna blindum stunðing, var ekki dagur blindra um helgina? E.t.v. hefur fólk vonast til að sjá ástríðarfullann krullupinna þar með bundið fyrir augun!

16 október, 2006 20:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Fólk er fífl. kveðja Bjarni Þór
www.bjarnithor.com

16 október, 2006 20:57  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl öll
Þakka fyrir pælingarnar. En ég hallast að kenningunni hans Bjarna að vitið í hinum "Viti borna manni" sé minna en margur heldur.
En mikið hefði verið gaman ef Adda hefði rétt fyrir sér með heimsóknir fólks í verslanmiðstöðvar.
kveðja Konni

17 október, 2006 08:20  

Skrifa ummæli

<< Home