Íslenska er kynlegt tungumál
Margt er það í íslensku máli sem lýkst upp fyrir manni seint og um síðir. Hver man ekki eftir textanum í Heims um ból eða Þorraþrælnum 1866 eða Öxar við ána svo eitthvað sé nefnt. Í æsku og lengi fram eftir aldri var margt í þessum textum mér alveg óskiljanlegt. Hvað þýddi til dæmis Öxar við ána árdags í ljóma....eða signuð mær son guðs ól?
Nú nýlega birtist á vef Morgunblaðsins, mbl.is frétt sem einmit opnaði fyrir mér nokkuð sem ég hef aldrei skilið fyllilega en það er orðtakið "...að hafa á klæðum..." Sagt er að konur hafi á klæðum og klæði eru höfð í fleirtölu þágufalli. Þökk sé þessari frétt á vef Morgunblaðsins að nú skil ég þetta orðtak fullkomlega. Í fréttinni segir: "SÁLFRÆÐINGAR við Kaliforníuháskóla halda því fram að konur klæði sig í djarfari föt eða "flottari" á mælikvarða tískunnar á þeim tíma tíðahrings þegar egglos er." Þarna er skýringin komin. Er þetta ekki einmitt að hafa á klæðum?
kv.
Konni
5 Comments:
Já, Konni minn, ég held þú sért ekki alveg á réttri leið þarna. Er ekki íslensk orðabók á þínu heimili?
Nú, hitti ég ekki naglann á höfuðið? Kona benti mér áðan á það að ég sé illa að mér í tíðahringnum. En hvað með það villigötur geta verið bara skemmtilegar.
kv
Konni
Konni minn ! Ég fer nú að efast um hæfni þína til að fjalla á vitrænan hátt um alla kynlegar staðreyndir, hvort kynið sem þar á hlut að máli. Mun fylgjast náið með því og treysti á eftirlit aðdáendanna og hika ekki við að beita ritskoðun ef mér finnst keyra úr hófi.
Konni minn ! Ég fer nú að efast um hæfni þína til að fjalla á vitrænan hátt um alla kynlegar staðreyndir, hvort kynið sem þar á hlut að máli. Mun fylgjast náið með því og treysti á eftirlit aðdáendanna og hika ekki við að beita ritskoðun ef mér finnst keyra úr hófi.
Já, en konur sem skreyta sig með fögrum klæðum og litskrúðugum hafa hafa á sér klæði þó þau séu ekki í þágufalli.kv
Konni
Skrifa ummæli
<< Home