19.10.06

Jónas frá Hriflu endurborinn í vinnu hjá Sjóvá

Það er ekkert sem fer meira í taugarnar á okkur í kynlegheitunum en plebbar. Plebbar geta verið af ýmsum toga. Það eina sem sameinar þá er heimska og sérílagi þröngsýni. Plebbar halda að nútíminn hafi hafist þegar þeir fæddust. Þetta er yfirleitt hámenntað fólk en er samt að hluta til fávíst. Einn plebbin talar í Fréttablaðinu í gær og vinnur hann hjá Sjóvá. Sjóvá ætlar nefnilega að fara að kaupa listaverk af okkar yngri listamönnum. Það er auðvitað gott. Það ætla þeir að gera með því að selja verk eftir eldri myndlistarmenn jafnvel þá sem eru taldir til okkar gömlu meistara. Þetta er allt gott og blessað. En hver er ástæðan? Jú, verk gömlu meistaranna passa ekki inn í þá ímynd sem Sjóvá vill sýna. Starfsmaðurinn segir: ...okkur þótti rétt að endurskoða í leiðinni (þ.e. í leiðinn og þeir endurhönnuðu skrifstofurnar, insk. Konna) hvernig myndlist við viljum hafa í kringum okkur. Í nýja húsinu er mikið um opin rými, létt er yfir öllu og einfaldleikinn ríkir. Myndlist sendir mjög sterk skilaboð og okkur fannst þau klassíksu verk sem við áttum ekki eiga við þá ímynd sem við viljum skapa." Sem sagt, þetta snýst allt um ímynd. Plebbinn er að kaupa veggfóður af íslenskum myndlistarmönnum. Plebbinn hefur ekki hundsvit á list því fyrir honum er list húsgagn eða mubbla. Skyldi hann hafa kynnt sér list eitthvað sérstaklega, það efast ég um, en hann horfir örugglega á þáttinn Innlit-útlit. Ætli starfsfólkið verði ekki líka hannað, auðvitað verður enginn gamall meistari þar á meðal. Sem sagt list á að selja tryggingar rétt eins og tónlistin frá Mjúsakk átti að örva sölu í stórmörkuðum eða láta fólki líða vel í flugstöðvum.
Á sínum tíma hélt Jónas frá Hriflu sýningu á myndlist sem honum geðjaðist ekki að. Nú er Jónas, endurborinn kominn í vinnu hjá Sjóvá. Við bíðum eftir sýningu á myndlist sem ekki er í tísku. Eða kannski verði hlegið að þessum verkum í næsta þætti af Innliti-útliti.

Þannig er því miður afstaða plebbana til tónlistar og sennilega allra lista sem varð til fyrir þeirra tíð. Hún passar ekki við lúkkið. Þeir fara á örugglega Icelandic Airwaves en slepptu Jóni Leifs. Ætli þeir hafi heyrt af Bach? kv. Kobbi

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Í stofunni minni hanga nokkur myndverk. Þau hafa meira tilfinningalegt gildi fyrir mig en listrænt, enda hef ég ekkert vit á list. Ég vil bara hafa það sem gleður augað. Þess vegna tók ég niður mynd eftir "viðurkenndan" listamann til að nota naglann undir mynd eftir góðan vin minn. Mynd sem kemur mér til að brosa og sem minnir mig á Gleðikvennafélag Vallahrepps - já og bara gamla góða daga í Vallahreppi.
Svona lítum við misjöfnum augum á listina og lífið.

19 október, 2006 09:54  
Anonymous Nafnlaus said...

Kobbi ? Hver er það eiginlega ?

19 október, 2006 09:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef það svolítið á tilfinningunni að þessi Konni kynlegi sé hálfgert kamelljón - Kári kynfræðingur, J. fyrrverandi vinur Eymundar í Vallanesi, Konni, og nú síðast Kobbi.
Er þetta e.t.v. líka leikritaskáldið sem gerði garðinn frægan á Völlum í denn?

19 október, 2006 10:37  
Blogger Konni kynlegi said...

ÆÆÆÆ Kobbi????
Nú kom ég upp um mig.
En ég mótmæli að Konni sé tegund af kamelJÓNI.
kv
Konni

19 október, 2006 11:13  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki nóg með að listaverkum sé hent út af því að þau henta ekki hinni nýju ímynd heldur er líka eldri starfsmönnum hent út, sbr. nýlegar uppsagnir hjá KBbanka á Egilsstöðum.
(Gaman að fylgjast með blogginu)

21 október, 2006 16:11  

Skrifa ummæli

<< Home