19.10.06

Getur maður átt mikið undir sér í sundlaugum?

Sundlaugar eru kynlegir staðir. Þar eru allir jafnir. Fólk í sturtu er alveg umbúðalaust þ.e. eins og það er af guði gert. Í sturtum er alveg vonlaust að sjá hversu mikið fólk á undir sér. Það vantar umbúðirnar. Um daginn dormaði ég í heitum potti með manni sem ég þekkti ekki neitt. Þessi maður skar sig ekkert úr hópi sundlaugargesta. Hins vegar þegar hann var alklæddur og einkum og sérílagi þegar ég var samferða honum út og sá í hvers konar bíl hann settist upp í rann upp fyrir mér ljós. Ég hafði setið í potti með forríkum manni. Þetta var maður í miklum umbúðum, flottum og dýrum fötum og dýrum og flottum bíl.
Ríkt fólk hefur þá tilhneigingu til að skera sig úr. Það klæðir sig í rándýr föt, á rándýra bíla, býr í rándýrum húsum, kaupir sér jarðir og byggir rándýra sumarbústaði auk allra utanlandsferðanna og hins ljúfa lífs. Auk þess nýtur það þeirra forréttinda að komast í Séð og heyrt, Mannlíf, viðtal við Jón Ársæl og Gestgjafann.
Í sundlaugunum er það hins vegar gersamlega eins og ég og þú.
Þá er það spurning vikunnar:
Getur forrík allsber manneskja, eða bara maður í sundskýlu eða kona í sundbol borið með sér ríkidæmi sitt?
Kv
Konni

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já eða fín frú í freyðibaði - ekki sést hvort hún er forrík eða fátæk.

20 október, 2006 08:42  
Blogger Hildigunnur said...

design sundföt?

20 október, 2006 09:05  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæru vinir
Ég held að design sundföt virki ekki nema þú sért sífellt spássérandi á laugarbakkanum. Hvar fær maður annars design sundföt, þá er ég ekki aðtla um Speedo eða Addidas?
Sundföt virka ekki í freyðiböðum Rannveig. Annars kemur nánari umfjöllun um freyðiböð alveg á næstunni.
kv
Konni

20 október, 2006 09:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef ég léti nú hanna á mig alveg sérstök deSigny - sundföt úr hreindýraskinni - væri það ekki næsta trend og tilvalið til að sýna fram á ríkidæmið í heita pottinum ?
Eins og segir í ágætu leikriti: "Ja, maður spyr sig !"

20 október, 2006 12:53  

Skrifa ummæli

<< Home