8.12.06

Bréf til tilfinningasamra Héraðsbúa

Kæra Rannveig og aðrar tilfinningaverur
Ég segi það satt. Það er allt of mikil tilfinningasemi í þessum heimi. Við Íslendingar erum fram úr hófi viðkvæmir og tilfinningasamir. Hér í Reykjavík eru til dæmis átthagafélögin gott dæmi. Húnvetningar, Breiðfirðingar, Héraðsbúar, Sunnlendingar geta bara ekki skilið við. Átthagarnir eru okkur greinilega mjög mikll fjötur um fót. Við losnum aldrei frá æskunni. Þurfum sífellt að vera með annan fótinn í hinu liðna.
Nú er að rofa til. Ný kynslóð er að koma til vits og ára. Sprengmenntaðir tilfinningaleysingjar. Skýrast kemur þetta fram í fjármálheiminum. Þar reka menn fyrirtæki með það eitt að leiðarljósi að skila hámarksgróða. Það er gott. Menn skattlegja aldraða og rýja þá inn að skinni. Það er líka gott því við þurfum að eiga fyrir friðargæslunni, tvöfölduninni, og kaupinu mínu. Menn vilja leggja niður gamla Ríkisútvarpið mitt svo Bylgjan og aðrar gleðirásir verði þrjúhundruðsextíuogfimm sinnum sterkari. Það er örugglega líka gott því þá verða eigendurnir þrjúhundruðsextíuogfimm sinnum ríkari. Það er ekki mikil tilfinningasemi á þeim bæ. Þetta er allt gott.
En kæra Rannveig ef það verður gróði af þorrablóti brottfluttra Héraðsbúa þá finnst mér bara allt í lagi að halda það ... án allrar tilfinningasemi. Þar sem nú er búið að ráða mig sem söngstjóra á það blót er alveg pottþétt að sá söngur verður ekki tilfinningaþrunginn. Hann verður praktískur ... þ.e. stefnt að hámarksgleði.
Kv
Konni

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ja, það er eins gott að það verði einhver gróði af þessu fyrirtæki Konni minn. Þá er ég ekki að tala um glaða lund og góðra vina fagnað, nei, ó nei, ég er að tala um beinharða peninga af sölu veitinga og innheimtu inngangseyris.

08 desember, 2006 10:35  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl
Ég líka ...
kv
Konni

08 desember, 2006 12:30  

Skrifa ummæli

<< Home