22.11.06

Hver er gáfaðasti núlifandi Íslendingurinn?

Ég álpaðist til að opna könnun sem mér barst í tölvupósti í dag. Könnunin var nú þannig að mér datt í hug að einhver væri að grínast með mig. Hún hófst sakleysislega. Fyrst var ég spurður um hvaða stjórnmálaflokk ég myndi kjósa og síðan kom spurning um hvaða stjórnmálamanni ég myndi treysta best til að leiða ríkisstjórn. Þetta voru nú frekar þægilegar spurningar og þeim var auðsvarað. En síðan fóru nú málin heldur betur að flækjast, sérstaklega þar sem tveir vinnufélagar mínir stóðu yfir mér, því næsta spurning var óvænt. Hversu oft hefur þú haldið framhjá? Næsta spurning var heldur ekki þægileg með vinnufélagana á herðunum. Hversu marga rekkjunauta hefur þú átt um ævina? Ég rak vinnufélagana í burtu, þeim til mikillar gremju, svaraði spurningunum og smellti áfram. Þá kom hins vegar spurningin sem ég átti erfiðast með að svara. Ég velti því fyrir mér hvort ég gæti yfirleitt svarað henni á heiðarlegan hátt, en spurningin var: Hver er gáfaðasti núlifandi Íslendingurinn?
Ég þekki marga gáfaða Íslendinga. Reyndar eru flestir ef ekki allir sem ég þekki gáfaðir, hver á sinn hátt. En hver skyldi vera gáfaðasti núlifandi Íslendingurinn??
Ég mundi bara ekki eftir neinum svo ofurgáfuðum að hann bæri með rentu titilinn Gáfaðasti Íslendingurinn 2006.
Þegar ég var í þann veginn að koma mér hjá að svara spurningunni datt mér einn í hug ... Guðbergur Bergsson ...
Kveðja,
Konni

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hver sendi þér eiginlega þessa könnun ?

Og mér finnst þú hefðir átt að birta svör þín á vefnum, okkur hinum til upplýsingar.

23 nóvember, 2006 11:25  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl
Ég er viss um að þetta hefur verið leyniþjónusta Björns Bjarnasonar.
En svörin gæti ég birt við öllum spurningunum því Konni er dyggður eins og allir vita.
Kv
Konni

23 nóvember, 2006 11:57  
Blogger Rannveig said...

Sæll Konni. Ég hef bara ekki heimsótt síðuna þína frekar en síðuna mína í marga daga. En varðandi framgöngu ísl. í íþróttum á erlendri grundu átt þú sem ríkisstarfsmaður að vita að það er ekki aðalatriðið að vinna heldur bara að vera með og mæta.
En ég hlusta aldrei á Omega - næ ekki þeirri stöð svo ég má hugsa það sem ég vil og dingla á einkamál ef ég vil, já og förum ekki nánar út í það.
En gáfaðasti Íslendingurinn, ég held ég sé eiginlega bara sammála þér með Guðberg. Hann er alla vega rosalega gáfaður.
Hvað kemur það þessari ritskoðunarsiðferðiskerlingu það við hvað þú hefur oft sofið hjá?
Ja, það er eins gott að hún kemur ekki með okkur Tótu til Kanarí í vetur þegar við ætlum sko að sletta ærlega úr klaufunum, eða þannig. Heldur þú að þetta yrði ekki liðið á Omega?

23 nóvember, 2006 13:12  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl kæra Rannveig
Nei, þú ert heppin að fröken Drunkenbolt verður ekkert að kássast upp á ykkur Tótu á Kanrí.
Á Kanrí getið þið um frjálst höfuð strokið. En passið bara upp á að vera dyggðugar. Þá verður þetta allt í lagi. Ef hugsanir ykkar verða eitthvað losaralegar þá hugsið bara til Konna.
Kv.
Konni

23 nóvember, 2006 17:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Já en er ekki hætt á að við töpum okkur í syndugum léttúðarhugsunum ef við förum að hugsa um herra Konna þar sem við liggjum hálfnaktar í sólinni?

23 nóvember, 2006 18:31  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Rannveig.
Konni yrði nú upp með sér ef hann yrði draumaprins dáyndiskvenna á sólarsröndu en hugsið frekar um Georege Clooney eða Birki Jónssson alþingismann.Þeir eru miklu ferskari.
Kv.
Konni

24 nóvember, 2006 08:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Skúli verður með okkur og ætti að geta haldið athygli annarar. Konni, Clooney og Birkir verða væntanlega víðs fjarri og því augljóst að Lata Gréta verður bara að hafa augun hjá sér og nýta "local resources" (staðbundinn forða).

24 nóvember, 2006 12:08  
Blogger Konni kynlegi said...

Þetta lýst mér vel á. Ég bara vona að Lata Gréta verði ekki í letikasti.
Góða ferð!
Konni

26 nóvember, 2006 11:37  
Blogger Konni kynlegi said...

Þetta lýst mér vel á. Ég bara vona að Lata Gréta verði ekki í letikasti.
Góða ferð!
Konni

26 nóvember, 2006 11:38  
Blogger Konni kynlegi said...

Þetta lýst mér vel á. Ég bara vona að Lata Gréta verði ekki í letikasti.
Góða ferð!
Konni

26 nóvember, 2006 11:38  

Skrifa ummæli

<< Home