24.11.06

Óravíddir mannshugans eða bernskudvöl Dr. Gunna

Dr. Gunni skrifar í gær ágæta bakþanka í Fréttablaðið. Hann er að fagna því að Georeg Clooney skuli hafa verið kosinn kynþokkafyllsti maður heims af ameríska blaðinu People. Fögnuður Dr. Gunna stafar af því að Clooney er fjórum árum eldri en hann svo Dr.Gunni telur sig eiga alla möguleika á að halda kynþokkanum í all mörg ár enn þó árin færist yfir. Ég samfagna Dr. Gunna því aldur færist líka yfir Konna og gott er til þess að vita að aldur þurrki ekki sjálfkrafa út kynþokka okkar karlmanna, eða eins og Dr. Gunni orðar það: "Það er ekki bara það að hallærislegri ungmenndýrkun sé gefið á baukinn með þessu vali heldur er mér líka gefin smá von."
En ástæðan fyrir því að ég sé ástæðu til að minnast á pistil Dr. Gunna er sú að Gunni telur það til marks um ferskleika sinn og síungt hugarfar að hann skuli ekki vera farinn að stunda golf, safna þjóðbúningadúkkum og hlusta á klassíka tónlist. Það var þetta síðasta þ.e. að hlusta á klassíska tónlist sem kom við kaunin á Konna. Dr. Gunni telur sem sé að þeir sem hlusti á klassíska tónlist missi ferskleikann. Þar datt Dr. Gunni í fúlan drullupytt. Dr. Gunni heldur sem sé að mannsandinn sé svo takmarkaður að sá sem hlusti á klassíska tónlist hafi ekki andlegt til rými til að hlusta líka á aðrar tegund tónlistar. Ég get sagt Dr. Gunna að margir þeirra sem hlusta á klassíska tónlist eru meðal þeirra ferskustu sem ég þekki. Þeir hafa nefnilega þroskast. Á meðan Dr. Gunni dvelur í hugarfarslegum æskuheimi er til fólk sem hlustar á Beethoven, Mozart, Bach, Wagner, Brahms, Feldmann, Schostakovich, Atla Heimi og Jón Leifs en hefur auk þess dálítið gaman af prumpulögum.
Kv
Konni
PS. Fyrir þá sem ekki vita þá er Dr. Gunni höfundur hins ágæta Prumpulags sem vinsælt var fyrir nokkrum árum.

4 Comments:

Blogger Tóta said...

Af hverju þurfa aðdáendur klassískrar tónlistar alltaf að rjúka upp til handa og fóta ef einhver hallar orði á þá eða þeirra tónlistarsmekk ?
Er eitthvert óöryggi í gangi ?
Svona eins og hjá mönnum sem þurfa alltaf að vera að sanna karlmennsku sína með einhverju móti ?
Maður spyr sig ....

24 nóvember, 2006 11:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég kunni nú aldrei að meta þetta prumpulag - ég held að þetta sé eitthvað litningatengt áhugamál karlmanna.
Ég ætla að kaupa mér einn jóladisk og að er jóladiskur Baggalúts - undir hvaða gerð af mannskepnu flokkast ég þá?

24 nóvember, 2006 19:15  
Blogger Konni kynlegi said...

Sælar
Búninn að ver að flísaleggja. Leit nú ekki svo á að Dr. Gunni væri að gera mikið meira en að upplýsa okkur um sitt bernskulega hugarfar í þessum efnum. Sem betur fer eru Íslendingar sér mjög meðvitaðir um að það er dálítill munur á Andrés Önd og Laxness.
En Baggalútur er bara flottur sérstaklega þar sem einn fyrrverandi Hallormsstæðingur spilar með þeim.
Kær kvðeja,
Konni
kv
Konni og njóti

26 nóvember, 2006 11:33  
Blogger Konni kynlegi said...

Það mætti halda ef miðað er við villurnar í innslætti Konna að hann hafi ekki fetað braut hins dyggðuga lífs í gærkveldi.
Kv.
Konni

26 nóvember, 2006 12:47  

Skrifa ummæli

<< Home