21.11.06

Íslendingar eru ósigrandi ... nema í íþróttum

Við Íslendingar höfum alltaf átt svolítið bágt vegna skorts á alheimsíþróttakempum, alvöru heimsmeisturum. Reyndar eigum við þrjá Olympíumeistara þó enginn landi okkar hafi hlotið gull á þeim merku leikum.
Handboltalandsliðið hefur alltaf verið veik von um heimsmeistaratign og alheimsfrægð en sá draumur hefur alltaf endað í átakanlegri þjóðarmartröð. Það hefur reyndar bjargað málunum að íslenskar konur hafa hlotið heimsmeistaratign fyrir fegurð, íslenski hesturinn þykir einstakur og Jón Páll var sterkasti maður heims en samt sem áður vantar okkur alvöru heimsmeistara og handhafa alvöru Olympíugulls.
Það gleður mig því mikið að íslenskir viðskiptamógúlar skuli nú hafa nú lagt undir sig hvert fyrirtækið á eftir öðru á erlendri grundu. Það sannar að við Íslendingar getum komist í fremstu röð hvar sem er í hverju sem er ... nema í íþróttum.
Nú hafa tveir viðskiptaspekúlantar keypt enskt knattspyrnufélag á tuttugu milljarða. Ég tel þau viðskipti séu ótvírætt afrek á heimsmælikvarða og ígildi Olympíugulls eða heimsmeistaratignar íslenska landsliðsins í handbolta. Hættum þessu streði í íþróttunum (íslenska knattspyrnulandsliðið er hvort sem er í 100 sæti á heimslistanum) sendum fulltrúa á þann vettvang þar sem sigurlíkur eru margfalt betri en í íþróttum.
Á réttum vettvangi getum við nefnilega sigrað heiminn. Við erum þjóðin ósigrandi ... í öllu nema íþróttum.
Kveðja,
Konni

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

og að sjálfsögðu kvikmyndagerð, það hafa allavega ekki komið út mörg meistaraverkin úr höndum Íslendinga.

21 nóvember, 2006 19:23  
Blogger Konni kynlegi said...

Heyrðu nú Þorsteinn
Nú hefur þú misst af einhverju. Á hverju ári berast fréttir af því að hinar og þessar myndir hafi hlotið verðlaun á kvikmyndahátíðunum í Rúðuborg,Ríga, Montreol og Brisbein í Ástralíu. Auk þess eru margar íslenskar myndir tilnefndar til alls kyns verðlauna víða um heim. Svo megum við ekki gleyma myndinni Hrafninn flýgur og Börn náttútunnar hafa líka gert það gott.
Kv.
KOnni

22 nóvember, 2006 08:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sagði nú ekki að það hefði ekki komið út stök góð mynd úr höndum Íslendinga en þessar undantekningar hafa þó einungis verið að fá einhver minniháttarverðlaun. Það hefur engin íslensk kvikmynd náð heimsathygli, við erum að tala um það ekki satt? :)

22 nóvember, 2006 12:10  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæri Þorsteinn
Í svarinu hér á undan var ég að gera svolítð grín. Ég er bara svo hjartanlega sammála þér. Annars er ein besta ísl. myndin sem ég hef séð, myndin Börn. Mýrin er t.d. ekkert sérstök að mínu mati. Ágæt svo sem á ísl mælikvaða.
En sem sagt Þorsteinn ég ætla ekki að þæfa við þig um þetta því við erum sammála!
Kær kveðja
Konni

22 nóvember, 2006 15:08  

Skrifa ummæli

<< Home