20.11.06

Mamma hvar eru leiðbeingarnar með geisladiskinum sem þú keyptir?

Ég var að vafra milli stöðva í sjónvarpinu um helgina. Datt þá niður á þátt þar sem dægurlagasöngkona nokkur var að gefa áhorfendum hugmyndir um hvar og hvernig megi nota nýútkominn disk söngkonunnar. Mér þótti þetta merkileg pæling því ég hef aldrei talið mig þurfa á leiðbeiningum að halda um notkun þeirrar tónlistar sem ég kaupi. En sem sagt, söngkonan sagði að nota mætti diskinn m.a. á kvöldin við kertaljós, í teitinu, við eldamennskun og við ryksugun og tiltektir. Reyndar finnst mér ekki gott að hlusta á tónlist þegar ég ryksuga en hugsanlega getur þessi tónlist samtvinnast hávaðnum í ryksugunni á athyglisverðan hátt. En er það ekki lýsandi dæmi um hvernig tónlist er að verða neyslunni að bráð eins og flest annað að gefa þurfi út leiðbeiningar um hvar hana megi nota? Erum við að tapa áttum? Eða er markaðssetningin orðin eitthvað skrýtin? Er er þetta IKEA-væðingin?

Örleikrit
Mamma og Jón tala saman á aðfangadagskvöld
Mamma: Af hverju hlustar þú ekki á diskinn sem ég gaf þér í jólafjöf elskan?
Jón: Það vantar leiðbeiningarnar!
Mamma: Guð minn góður er diskurinn gallaður?
Jón: Já og ég hef ekki humynd um hvar ég á að spila hann.
Við verðum að fá leiðbeiningarnar.

Kv.
Konni

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

DO Do Diskar.

20 nóvember, 2006 18:26  
Blogger Konni kynlegi said...

Æi, ég veit þetta er dálítið gamaldags. En hvað með það? Þetta er bara dæmisaga.
Kv.
Konni

21 nóvember, 2006 17:03  

Skrifa ummæli

<< Home