10.12.06

Listin er löng en lífð er stutt

Konni varð áþreifanlega var við í gær að honum endist greinilega ekki aldur til að komst til botns í hyldýpi listarinnar.
Konni stakk sér þó einu sinni út í hylinn. Konni keypti Íslendingasögurnar og ætlaði í skipulegt ferðalag um veröld þeirra sagna.
Hvar í ósköpunum skyldu þær bækur vera?
Einu sinni keypti Konni Shakespere komplett.
Sá bókaflokkur er ólesinn upp í hillu.
Einu sinni keypti Konni heildarútgáfu Þjóðsagna Jóns Árnasonar.
Nú eru þær að mestu ólesnar upp í hillu.
Konni fór einu sinni á námskeið í listasögu og hefur grautað í tónlistarsögunni en er samt einhvern veginn alltaf að svamla í yfirborðinu.
Konni hefur lítið lesið í Biblíunni.
Konni á líka eftir að hlusta á Niflungahringinn hans Wagners og lesa margar bækur eftir Laxnes svo ekki sé nú talað um mörg hundruð hillumetra af öðrum jöfrum bókmenntanna.

Allt þetta vitraðist Konna í gær þegar hann sá að út er komin ný matreiðslubók eftir Jóhönnu Vigdísi fréttakonu. Einu sinni hafði Konni nefnilega uppi mikil áform um að kafa djúpt í hina göfugu list matargerarðlist. Hér á heimilinu eru því til all nokkrar matreiðslubækur.
Hér sé ég Kökubók Hagkaupa, Veislubók Hagkaupa, Tertubók Hagkaupa, Eftirréttabók Hagkaupa. Matreiðslubók Nönnu sem Konni keypti af Rósu Ingólfs í gegnum síma og svo eru það margir árgangar af Gestgjafanum og norsku matreiðslubækurnar.
Þó Konni tæki sig nú til í og byrjaði á fyrstu uppskriftinni í Matreiðslubók Nönnu tæki síðan þá næstu og svo koll af kolli í gegnum allan Gestgjafann og norsku matreiðslubækurnar og Hagkaupsbækurnar og allt hitt, entist honum ekki öll ævin.
Er þetta ekki grátlegt?
Hvar fór Konni út af sporinu?
Listin er löng en lífið er svo hrikalega stutt ... sorgleg staðreynd?
Eru fleiri sem kannast við þetta vandamál?
Kveðja,
Konni

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Var að enda við að lesa bloggið hennar Nönnu. Hún á 1500 matreiðslubækur, eða jafnvel fleiri. Hvernig heldurðu að henni líði ?

10 desember, 2006 18:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu Konni, ég skrifaði hér langt og gáfulegt komment um biblíuna á 100 mínútum, Biblíu fallega fólksins og matreiðslbækur, en hvað gerist - púff, horfið, farið og ég er í fýlu.

10 desember, 2006 20:57  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Tóta
Ef ég væri Nanna myndi ég reyna uppskriftina sem er í Biblíunni þ.e. fimm fiskar og tvö brauð (eða var það öfugt?)og gleyma þessum 1500 bókum.
Allavega myndi ég sjá fram á dauðleika minn frami fyrir þeim ölllum.
Kæra Rannveig
Ef þú ert ístuði skaltu endilega rifja þetta upp og setja það á Lötu Grétu. 100 mínútna pæling á þar heima en ekki sem komment hjá mér.
Kv
Konni

10 desember, 2006 21:11  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl Rannveig
Misskildi ég þetta með 100 mínúturnar?
Ég hélt að þú hefðir skrifað samfellt um Biblíuna í 100 mínútur. Það hefði orðið ansi langt komment.
kv
Konni

11 desember, 2006 08:30  
Blogger Rannveig said...

Ég sat ekki í ríflega einn og hálfan tíma og kommenteraði hjá þér Konni minn, þetta var kannski komment upp á 100 orð.

11 desember, 2006 10:07  
Anonymous Nafnlaus said...

Lestu Biblíuna, hlustaðu á Bach og farðu út að hlaupa. Reyndu að verða góður í þessu. Af hverju að vera lélegur í mörgu? Kveðja, Jón Gunnar

11 desember, 2006 18:38  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæll og blessaður
Jón minn
Þetta er afar góð spurning og sérlega marktakandi athugasemdir sem ég mun hugleiða á næstunni. Á morgun þarf ég reyndar að vera góður að spila á pikkolóflautu fyrir Pál Ivan Pálsson sem er að útskrifast úr Listaháskólanum. Það ok verður mér ljúft en ekkisvo létt... eða hvernig var textinn hjá Bach í Jólaóratóríunni. My burden is light .... svo man ég ekki restina.
Kær kvðja
Konni

11 desember, 2006 22:41  
Anonymous Nafnlaus said...

Góður Konni, það er eins og maður horfi framan í sjálfan sig að lesa um ólesnu bækurnar.
Ég sé reyndar að í annars ágætt safn matreiðslubóka vantar þig Kvennafræðarann sem gefinn var út 1903. Í þeirri bók er margur stórbrotinn fróðleikur og ekki allur um matartilbúning heldur einnig ýmis heimilisstörf svo og klæðaburð kvenna.
Legg til að þú eignist þessa bók sé hún fáanleg á fornbókasölum og ég er sannfærður um að hún fer ekki ólesin upp í hilli.
Með kveðju,
E

12 desember, 2006 08:42  

Skrifa ummæli

<< Home