11.12.06

Tímamót eru í nánd - Konni fékk hugmynd

Er betra að vera góður í einu en skítsæmilegur í mörgu? Konni veltir þessu nú fyrir sér því lífið er stutt. Í hvað er þess virði að eyða lífinu? Þar sem Konni trúir einlægt á framhaldslíf verður allt sem maður gerir hérna megin að miðast við væntanlega framtíðarmöguleika hinum megin. Verst er að maður veit ekki nákvæmlega hvað býðst er yfir kemur. Ef svo væri gæti maður einbeitt sér að því í þessu lífi sem ekki býðst í hinu næsta.
Af hverju fær maður ekki miklu nákvæmari útlistanir á framhaldslífinu? Til hvers eru allir þessir spekúlantar og guðfræðingar? Við viljum auðvitað vita hvernig búið er þarna fyrir handan. Ég er nú búinn að horfa mikið á Ómega, þar hefur ekkert komið fram sem hönd er á festandi, bara einhverjar pælingar um tilvist með Guði. Það er helst að Þórhallur miðill geti frætt mann um þetta. Reyndar varar Ómega mjög við heimsóknum til miðla svo þá er sú leið ófær.
Núna í þessum skrifuðu orðum fékk Konni dásamlega og dýrmæta hugmynd. Verst hvað hún kemur seint fram.
Af hverju settum við ekki peningana sem fóru í Kárahnjúkavirkjun, álverið og allt það í að rannsaka framhaldslífið?
Komast yfir landamærin.
Þá hefðu Austfirðingar nóg að gera við að leiðbeina öllum heiminum um víðlendur himnaríkis. Þetta yrði ferðaþjónusta sem myndi mala gull svo lengi sem land byggðist. Þá gæti maður líka séð hvað borgar sig að gera hérna megin grafar og hvað má geyma þar til síðar.
Austfirðingar hefðu getað unnið að þessu sjálfir og ég er viss um að þeim hefði tekist þetta með svona svakalega mikla peninga milli handanna og alla þessa verkfræðinga og guðfræðinga og ýtukalla á svæðinu.
Verst hvað Konni fékk þessa hugmynd seint. Kannski gætu Húsvíkingar notað hana. Ég las nefnilega í Morgunblaðinu að í spádómum Nostradamusar sé gert ráð fyrir að Íslendingar gegni á komandi tímum veigamiklu hlutverki sem andlegir leiðtogar heimsins og við verðum lykilþjóð við að koma á réttlátum heimi.
Áfram Austurland - stundin er upp runnin!
Kveðja
Konni

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Of seint, Konni minn. Vatnið er komið í lónið - og hættu svo að horfa á Omega ! Það fer greinilega illa í þig.

12 desember, 2006 08:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þetta frábær hugmynd!! Spáðu í ef maður kæmist í helgarfrí til himnaríkis og svo niður til ...... aftur;o)kv. Adda

12 desember, 2006 17:52  
Blogger Rannveig said...

Heyrðu Konni þú markaðssetur bara óvissuferðir. Mér finnst alla vega engin sérstök ástæða að vita hvað bíður fyrir handan en mér þykja óvissuferðir spennandi ef þær koma manni ekki allt of mikið á óvart, svo að segja í opna skjöldu. Þú veist ef maður er kannski bara þægilega klæddur en kemst svo að því að bikini hefði kannski verið heppilegra að teknu tilliti til hitastigs.
En Konni hvað heldur þú að ég hafi séð á bókaborðinu í Bónus í dag? Bók sem heitir NonniKonni og einhver kúla. Þetta gæti verið bók um þig, hver veit.

12 desember, 2006 20:20  
Blogger Rannveig said...

Mozart-kúla, auðvitað.

12 desember, 2006 20:20  
Blogger Konni kynlegi said...

Sælar allar
Já, þetta er fáblr hugmynd hjá mér. Ómega hefur ansi góð áhrif á mig þó Tóta merki ákveðnar hættur.
En NonniKonni er náttúrulega ekki tilviljun. Svona getur blogg haft óbein áhrif á listalífið.
Kv
Konni

12 desember, 2006 22:37  
Blogger Konni kynlegi said...

Fáblr átti að vera frábær hér á undan.
kv
K

12 desember, 2006 22:38  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæru vinir
Mozart kúlurnar koma innan tíðar.
kv
Konni

12 desember, 2006 22:39  
Anonymous Nafnlaus said...

Kem bara og sæki þær á morgun !

13 desember, 2006 19:36  
Anonymous Nafnlaus said...

Og ég kem í dag og aðstoða Tótu við á ná þessum kúlum út úr þér Konni.

14 desember, 2006 10:06  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Rannveig
Kúlurnar verða klárar laugardag eftir hádegið.
kv
Konni

15 desember, 2006 22:47  

Skrifa ummæli

<< Home