14.12.06

Undursamlegur hárblásari

Var að horfa á Ómega. Ég var að vonast eftir innblæstri frá einhverjum innblásnum prédikara en mér til mikilla vonbrigða varð innblásturinn að sýnikennslu í hárblæstri því þarna var verðið að auglýsa hárblásara fyrir konur. Ómega-menn reka nefnilega líka sjónvarpsmarkað.
Hárgreiðslumeistarinn, sem hafði fundið upp nýja tegund af hárblásara, fór þarna fimum fingrum um hár nokkurra kvenna. Á lífi þessara kvenna hafði hvílt sá skuggi að þær voru allar með líflaust, slétt og óspennandi hár. Þær höfðu lengi þráð og óskað sér loftkennds krullaðs hárs en þrátt fyrir langa leit að rétta krullujárninu hafði þeim ekki orðið að ósk sinni. Þær voru því glaðar konurnar á Ómega sem höfðu fengið líflegt og loftkennt hár með þessu ævintýralega tæki. Svona geta hárblásarar skipt miklu máli.
Þessi auglýsing varð mér hins vegar meiri innblástur en ég átti vona á því hún sýndi svart á hvítu hvernig Guð vinnur. Hann kemur oft inn í líf okkar á óvæntan hátt og á ólíklegustu stöðum ... þarna sýndi hann þessum konum kærleika sinn gegnum fingur hárgreiðslumeistarans, mannsins sem fann upp hinn undursamlega hárblásara.
Kveðja,
Konni

6 Comments:

Blogger Þorbjörn said...

Þetta getur ekki endað nema illa Konni minn. Viltu ekki biðja frúna að fikta í sjónvarpsstillingunum og losna undan þessum óskapnaði?

Kv. aðalguðspjallamaður Íslands.

14 desember, 2006 23:12  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæti Evangelista
Nei, nei, nei, frúin má ekki fikta í stilligunum ég er kannski ekki alveg nógu frelsaður enn þá.
Kv.
Konni

15 desember, 2006 10:14  
Blogger Tóta said...

Best ég skreppi og fikti - fyrst ég er á svæðinu.

15 desember, 2006 13:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Jesús, Pétur og Jóhannes. Verða bara Davíðssálmar sungnir á Vallablótinu, eða verður þú orðinn svo frelsaður að þú ferð ekki á BLÓT????
Elsku dúllan mín, snúðu til baka, það er nóg að ómega-mönnum en ekki nóg af söngstjórum og skemmtilegum mönnum.

15 desember, 2006 21:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Kæri Konni. Ekki hætta að horfa á Omega, fyrir okkur sem náum ekki stöðinni er mikilvægt að fá þig sem millilið. Hvar fáum við annars tenginguna við kærleikann?? kv Adda

18 desember, 2006 13:42  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Adda
Nei, nei...alls ekki. Ég skal halda ykkur öllum vel uppfræddum um Ómega sem og annað er varðar gott og kristilegt líferni.
kv.
Konni

18 desember, 2006 19:06  

Skrifa ummæli

<< Home