Af hverju treystir Konni ekki starfsmönnum Tíu - ellefu?
Konni er sólginn í banana og í gær ætlaði hann að kaupa slatta í Tíu-ellefu. Strákur einn, starfsmaður verslunarinnar, var að hlaða bönunum á stand en Konna til hrellingar voru bananarnir sem komu upp úr kassa stráksins fagurgrænir ... vanþroska bananar. Konni sagði sem svo við strákinn að þessir bananar yrðu ekki borðaðir alveg á næstunni. En þá sagði stráksi að þetta væri einmitt rétta þroskastig banana til að borða þá með hýðinu. Með hýðinu hváði Konni. Þá fullyrti strákurinn og var sérlega sannfærandi að það sé einmitt sérlega gómsætt og hollt sé að borða fagurgræna banana ... með hýðinu.
Hverju á maður að trúa?
Ef þetta hefði verið heilsufæðislegaútlítandi kona í einhverri lífrænni heilsubúð hefði Konni tekið hana alvarlega, farið heim og borðað grænan banana með hýðinu. En af því að þetta var barar strákur í Tíu-ellefu þá datt Konna ekki í hug að taka mark á ráðum hans. Eru þetta fordómar?
Var strákurinn að grínast?
Ef einhver lesandi er til í að gera tilraun með að borða fagugrænan banana með hýðinu skal Konni borga bananann.
Kveðja,Konni
8 Comments:
veistu, neitakk :-D
Ég held að þú hafir lent á grínista þarna...
Sæl
Já, ég held bara satt að segja að strákurinn hafi verið að grínast í mér. Það er bara svo margt skrýtið í gangi á okkar póstmódernísku tímumm að maður trúir orðið hverju sem er.
Smakkaði hins vegar í gær á æfingu hjá Valskórnum alveg unðaslegar döðlur semm ku víst fást í Bónus.
kv.
Konni
Grínast í mér, spá í því. Þetta er nýmóðins íslenska.
En hvað um það, ég held að meira að segja api taki hýðið af banananum áður en hann bítur í hann.
Sæl Rannveig
Þú segir það. Þetta er rétt, ég sá einu sinni apa borða banana í dýragarði og hann tók hýðið af. Asni gat ég verið að láta strákinn plata mig svona rosalega. Nú get ég ekki látið sjá mig í 10-11 hvað þá keypt þar banana.
kv.
Konni
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Ég hef það fyrir satt að sæmilega siðaðir menn borði banana aldrei öðruvísi en græna og þá með hýðinu.
Íslendingar fréttu fyrst af þessum ávexti þegar sigldir menn báru fregnir af þessum bjúgaldinum úr dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Þar hafði öpum verið fært þetta og var það útrunninn vara úr Magasin. Ekki ósvipað og Bónusvörurnar hjá Mæðrastyrksnefnd síðar hér uppi á Íslandi. Íslendingar fóru því að dæmi simpasa og tóku skemmt hýðið utan af ávextinum áður en þeir lögðu hann sér þá til munns. Síðan hefur þetta verið alsiða hér á landi.
Kveðja
Jonni
Jæja þá kannski að strákurinn í 10-11 hafi eftir allt saman ekki verið að grínast. Svona er þetta þá. Konni eltist við speki þeirra sem bera með sér yfirbragð gáfumennskunnar. Tekur meira mark á heilsufæðislegaútlítandi konum en hinnu tæru speki sem stráklingar í hettupeysum búa yfir.
Konni er greinilega mjög háður einhverri staðalímynd við mat á gáfum fólks. Þetta er efni í pistil.
Þakka Jonna fyrir gott innlegg í bananaumræðuna.Það er nú meira fjörið á bloggsíðunni hans.
Gleðilegt sumar
Konni
Jonni þarf alltaf að hafa einhvern málstað til að berjast fyrir. Ef það eru ekki virkjanir þá eru það innflytjendur og ef ekki innflytjendur þá grænir bananar.
Kveðja góð
Jonni
Skrifa ummæli
<< Home