12.4.07

Litlir kassar á Kirkjusandi

Þeir voru sannspáir Þokkabótarmenn þegar þeir sungum um litlu kassana forðum. Það er eins og þeir hafi séð fyrir nýju höfuðstöðvar Glitnis sem nú eiga að rísa á Kirkjusandi. Samkvæmt mynd sem birtist í Morgunblaðinu af þessum svokölluðu höfuðstöðvum eru þær bara þyrping húskassa sem hver krakki hefði getað rissað upp. Þetta er víst einhver verðlaunaútfærsla danskrar arkitektastofu. Hvílíkt andleysi! Hvert stefnir arkitektúr? Stefnir hann að litlum kössum hingað og þangað um bæinn. Ef flugvallarsvæðið verður byggt upp á þennan hátt erum við fagurfræðilega miklu betur stödd með það eins og það er. Hleypum allavega ekki dönskum verðlaunaarkitektum í það.
Þegar væntanlegar höfuðstöðvar Glitnis eru skoðaðar betur líkjast byggingarnar í þyrpingunni mjög peningatanki Onkel Jóakims í Andrési Önd.
Kannski er ekki vanþörf á því Glitnir græðir svo rosalega þessa dagana.
Já, þeir voru framsýnir félagarnir í Þokkabót enda af Seyðfirsku bergi brotnir.
Kveðja,
Konni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home