9.4.07

Konni gefur atkvæði sitt til að bjarga þjóðinni

Nú hefst kosningabaráttan.
Tíu, níu, átta, sjö, sex, fimm, fjórir, þrír tveir, einn og BANG. Baráttan er hafin.
Eftir fjórar vikur fær Konni í hendur kjörseðil sem hann veit ekkert hvað á að gera við. Á fólk eins og Konni að hafa kosningarétt? Getur verið að fullt af fólki ætti bara alls ekki að hafa kosningarétt einfaldlega vegna þess að það hefur ekki vit á stjórnmálum. Konni þekkir fullt af fólki sem hefur mikið vit á því hvernig stjórna eigi landinu. Slíkt fólk á hiklaust að fá að kjósa. Það er eindregið í sinni afstöðu. Öll pólitísk skoðun önnur en sú sem það sjálft aðhyllist er nánast landráð eða aðför að fjölskyldunni eða framförum, náttúrunni, jafnrétti eða heimsfriði.
Konni segir bara jamm og já og fyllist vanmætti. Af hverju getur hann ekki hugsað svona djúpt og reiknað skák stjórnmálanna jafn listilega út?
Konni er að hugsa um að gefa atkvæði sitt einhverjum sem hefur raunverulega vit á stjórnmálum. Atkvæði í höndum Konna er sama og byssa í höndum óvita. Skotið getur farið í hvaða átt sem er.
Sumir eru svo rausnarlegir að gefa úr sér líffæri svo bjarga megi lífi annarrar manneskju. Það er göfug og mikil gjöf.
Miðað við það er bara smámál að gefa eitt atkvæði til að bjarga þjóð.
Kveðja
Konni

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu Konni, er ekki miklu þjóðlegra að selja atkvæðið? Svo væri kannski hægt að fylgjast með því hvernig gengi atkvæða væri miðað við úrvalsvísitöluna.

09 apríl, 2007 16:02  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Rannveig
Þetta er frábær hugmynd. Atkvæðavísitalan sem yrði miðuð við úrvalsvísitöluna væri alveg nýtt innlegg í kosningabáráttuna. Eitt atkvæði í þágu Sjálfstæðisflokksins hefði kannski vístöluna 1.2 en atkvæði fyrir Frjálslynda kannski 2.5. Vinstri Grænir hefðu vísitöluna 1.5. Ekki spurning hverju ég myndi selja atkvæðið.
kv.
Konni

09 apríl, 2007 17:09  

Skrifa ummæli

<< Home