7.4.07

Fordómar Vantrúar

Félag sem kalla sig Vantrú, samtök trúleysingja, stóð fyrir bingói á Austurvelli á föstudaginn langa. Það mun víst vera bannað samkvæmt helgidagalöggjöf Þjóðkirkjunnar að stunda bingó þennan dag. Með löggjöfinni finnst Vantrúarmönnum að brotið sé gegn athafnafrelsi. Í Textavarpinu segir að félagið ætli sér að berjast gegn boðun hindurvitna í samfélaginu. Ekki er hægt að skilja þetta á annan veg en hindurvitnin sem Vantrú ætli sér að berjast á móti sé hin kristna trú. Ef hópur manna hefði farið á Austurvöll til að berjast gegn múslimum hefði allt orðið vitlaust í samfélaginu og viðkomandi hefðu verið sakaðir um fordóma, mannvonsku og rasimsa. Skyldi vandamálaherdeildin rísa upp á afturlappirnar og saka Vantrú um fordóma gagnvart kristnu fólki? Konni er vantrúaður á það.
Kveðja,
Konni

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jesús, Pétur og Jóhannes. Bönnum þennan félagsskap. Hvað fáum við aumir launþegar landsins marga frídaga á launum út á kristna trú? Meira að segja ég sem er utan allra trúfélaga. Vita þessir menn ekki að ef ekki væri fyrir kristna trú hefðu þeir verið í vinnunni sinni í gær og í fyrradag. Og sunnudagur, hvíldardagurinn sjálfur. Þessir menn vita ekki hvað þeir eru að fara út í.

07 apríl, 2007 18:44  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Rannveig
Þetta er réttilega athugað lógískt.
kv
Konni

08 apríl, 2007 09:52  

Skrifa ummæli

<< Home