14.3.07

Enginn fiskur undir steini

Þá er nóg komið af skrifum um menningarmál á Austurlandi. Þar er greinilega margt menningarlegt í deiglunni. Austfirðingar verða bara að vera duglegir að sækja þessa atburði og láta okkur hin, sem búum utan fjórðungs vita af því að þar sé enginn fiskur undir steini eins og ku hafa verið í ákveðnu bæjarfélagi suður með sjó hér í dentíð. Ef enginn nema heimamenn vita af menningaratburðum á Austurlandi þá er í hugum okkar hinna ekkert gerast þar. Við vitum af menningu í New York af því að okkur berast fréttir úr heimsborginni. Kannski er það svolítið glannalegt að nefna New York í sömu setningunni og Austurland en það er bara þannig að fréttir eru til marks um lífsmark. Ef ekkert fréttist af Austurlandi nema sögur af gangi mála við framkvæmdir þá er í vitund þjóðarinnar bara ekkert að gerast þar nema þessar framkvæmdir. Reyndar standa starfsmenn fjölmiðla sig ágætlega. Í Mogganum er oft ágætis umfjöllun og fréttir. Svæðisútvarpsmenn eru líka mikilvægir. Góðar og skemmtilegar fréttir bárust til dæmis nýlega af grafreit í kjallara íbúðarhúss út í Tungu eða Hlíð og munkaklaustur er í farvatninu á Reyðarfirði. Auk þess frétti ég af ístöltskeppni á Eiðavatni með Jónínu Rós sem kynni. Þetta var allt til vitnis um lífsmark ... ja, nema kannski fréttin um grafreitinn.
Það skiptir máli að láta vita af sér, því annars veit enginn hvort þú sért lífs eða liðinn.
Kv.
Konni

1 Comments:

Blogger Tóta said...

Á Rangá í Hróarstungu, þar sem beinin fundust, er tengdafaðir minn alinn upp.

15 mars, 2007 09:10  

Skrifa ummæli

<< Home