8.3.07

Er uppgangur á Austurlandi?

Það er enginn vafi á því að það er uppgangur á Austurlandi. Byggingar þjóta upp á Egilsstöðum og víðar, margra tuga kílómetra göng eru grafin fyrir rennandi vatn í gegnum Fljótsdalsheiði. Línur eru lagðar, hafnir byggðar og álverið á Reyðafirði fer bráðum að mala gull.
Þrátt fyrir allt læðist að manni sá grunur að þetta sé allt og sumt. Allt og sumt kynnu einhverjir að spyrja ... er þetta ekki nóg?
Mitt svar er nei. Á Austurlandi er ekkert að gerast sem í frásögur er færandi utan þessar framkvæmdir. Það er nú það sorglega við þetta allt. Veislugleði verktakanna er svo mikil að uppbygging mannlífsins hefur gleymst. Menning er í besta falli á sama plani og fyrir uppgang. Uppgangurinnhefur ekki fært menn skrefinu nær kreatívu samfélgi. Auðvitað eru sett upp leikrit og einhverjar myndlistarsýningar. Kórar, hagyrðingar og harmónikkumenn koma saman og skemmta sér og öðrum. Það er hið besta mál. En það sem ég á við er það að enginn lítur á Austurland sem svæði þar sem fram fer menningarleg nýsköpun. Reyndar eru þar undantekningar á. Starfsemi Skaftfells á Seyðisfirði, Skriðuklausturs og mér sýnist Kirkjumiðstöðin á Eskifirði vera að gera sitt. Staðreyndin er samt sú að á Austurland er engin menningarleg uppspretta. Þar fer ekki fram nýsköpun sem skiptir máli fyrir Ísland. Næstum öll slík starfsemi fer fram í Reykjavík og í mesta lagi á Akureyri. Ástæðan kann að vera sú að allt unga fólkið fer burt. Að minnsta kosti sú tegund af ungu fólki sem er skapandi eða leitandi og ef til vill ögrandi. Það er einmitt slíkt fólk sem Austurland þarfnast sem mótvægi við framkvæmdasnillingana.
Kveðja,
Konni

5 Comments:

Blogger Tóta said...

Hvað veist þú um það ? Þú flúðir burt og átt ekkert með að setja þig á háan hest !!

09 mars, 2007 08:50  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl
Vil benda ykkur á stórgóða lesningu um þessi menningarmál hjá Frú Þórunni í bolggvinatali Konna. Ég svar þessu innan tíðar með pistli.
Konni

09 mars, 2007 18:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu Konni minn, sástu ekki krakkana þeirra Jóns Inga og Hörpu í Kastljósi? Það er skapandi menning af okkar ástkæra Austurlandi. Börnin heim - er hátíð sem unga fólkið hefur staðið fyrir. Minni þig á LUNGA. Æi, það er gott að búa á Austurlandi, ekki síður en í Kópavogi. Svo ef út í það er farið, er einhver menning hér á Íslandi, er hún ekki bara í París, New York eða Guð má vita hvar?

09 mars, 2007 23:12  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl
Já, ég gleymdi lunga í upptalninu minni í psitlinum.
kv.Konni

10 mars, 2007 09:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú, við bíðum eftir álinu til að geta unnið verk úr því. Þegar álið kemur getum við sko farið að skapa;D
kv Adda

10 mars, 2007 11:01  

Skrifa ummæli

<< Home