10.3.07

Fyrir hvað vill Austurland standa?

Ég þakka viðbrögð við síðasta pistli. Tóta settist niður og setti saman ágætan pistil og Rannveig benti mér á að listi minn yfir menningarstofnanir sem skipta máli á Austurlandi var ekki tæmandi. Það var gott. En nú þegar hinum verklega þætti endurreisnar Austurlands er nánast lokið hljóta sveitastjórnarmenn og íbúar að fá svigrúm til að huga að uppbyggingu kraftmikils menningarsamfélags. Þá er ég að meina að menning verði jafn mikilvæg útflutningsgrein og álið. Ég hef verið að spyrja samstarfsfólk mitt hér í Reykjavík, sem ekki þekkir til á Austurlandi,hvort það muni eftir einhverju eða kannist við eitthvað menningartengt sem þaðan er runninið. Enginn mundi eftir neinu nema Keith Reed skaut upp kollinum. Ég hef verið að tala við ungt listafólk sem býr nú hér í Reykjavík og á rætur sínar að rekja til Austurlands af hverju það flytji nú ekki austur og taki til hendinni á þeim sviðum sem það hefur þekkingu á. Þetta unga fólk sér enn sem komið er ekki kostina við það það vill heldur búa í höfuðborginni. Reyndar eru undantekningar frá þessu sbr. forstöðukona Skaftfells er borinn og barnfæddur Vallamaður og forstöðumaður Gunnarstofnunar er Héraðsmaður.
Það skiptir okkur Íslendinga máli að eiga Laxness, Ólaf Elíasson, Björk, Sigurrós, Austfirðinginn Stefán Höskuldsson, Helga ballettdansara og aðra listamenn sem brotist hafa til heimsfrægðar. Þetta skiptir máli fyrir sjálfsvitund okkar allrar. Hugsið ykkur Íslendinga án þessa fólks. Hugsið ykkur ef enginn Íslendingur hefði nokkurn tímann gert neitt sem skipti máli fyrir aðrar en okkur sjálf. VilhjálmurEinarsson skiptir Austurland miklu máli því hann er Silfurmaðurinn.Vilhjálmur skiptir máli fyrir sjálfsmynd þeirra sem á Austurlandi búa sömuleiðis Gunnar Gunnarsson rithöfundur. Það sem meira er, þeir skipta alla þjóðina miklu. Það hlýtur að skipta máli fyrir þennan landsfjórðung að geta sýnt öðrum landsmönnum og ef til vill umheiminum að þar fari fram vitrænt starf sem skipti máli. Af hverju getur Austurland ekki orðið jafnöflug menningarbræðsla eins og álbræðsla. Í Lesbók Morgunblaðsins í dag er viðtal við bandaríska rithöfundinn Jonathan Franzen. Í kynningu er hann sagður ein umtalaðasti rithöfundur sinnar kynslóðar. Jonathan segir að fyrir sér sé Ísland Sjálfstætt fólk og Sykurmolarnir. Fyrir hvað villAusturland standa?
Svo vil ég taka fram til að forðast misskilning að í öllum sveitum og líka í Reykjavík er stunduð alþýðumenning sem er vissulega gríðarlega mikilvæg og skemmtileg. Við hana er ekkert að athuga. Konni hefur sjálfur tekið þátt í slíku og gerir enn og telur sig betri mann fyrir vikið. En menningarleg nýsköpun er samt það sem fleytir okkur áfram. Hvar værum við í dag án Bítlanna, SÚM eða Jóns Leifs? Danshljómsveit Eyþórs skiptir okkurÍslendinga ekki eins miklu máli þó hún sé góð.
Kv.
Konni

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

http://mmf.egilsstadir.is
kíktu á þetta, spurning hvort starfsfélagar þínir þurfi ekki aðeins að líta til beggja hliða;)
Svo eigum við Magna líka!! En auðvitað þurfum við að huga vel að því að viðhalda því góða menningarstarfi sem ER hér.
kv Adda

10 mars, 2007 21:01  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl
Þetta er skemmtileg síða og bara margt að gerast sem mér finnst spennandi. Þið verðið bara að sækja þessa viðburði það er það sem skiptir máli.
kv
Konni

11 mars, 2007 17:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu, nú verður þú bara að fjárfesta í nokkrum lítrum af túrkisbláum vatnslitum Konni minn. Ég er að fara á ströndina á morgun. Vona að þú fáir innblástur og málir falleg mynd. Tóta verður í rauðu dressi.

14 mars, 2007 10:09  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl
Já, það þarf ég að gera. Annað eins myndefni hefur ekki slæðast á mínar fjörur lengi. Ég hef bara ekki fengið unnblástur síðan ég flutti í bæinn.
kv
Konni

14 mars, 2007 11:04  

Skrifa ummæli

<< Home