9.5.07

Lögreglan stendur sig með prýði

Vinir Konna muna örugglega vel eftir því þegar harmónikkufélag nokkurt á landsbyggðinni hafnaði tónverki sem hann hafði sent til flutnings í sérstaka harmónikkulagakeppni á Egilsstöðum.
Síðan þá hefur Konna verið í nöp við harmónikkuleikara hvar sem er í heiminum. Það gladdi því Konna mjög er lögreglan tók sig til í gær og smalaði saman rúmenskum harmónikkuleikurum sem dvalist hafa á landinu að undanförnu og sendi þá til síns heima. Við Íslendingar höfum svo sannarlega ekkert að gera við fleiri harmónikkuleikara. Ég styð eindregið öryggisaðgerðir lögreglunnar gagnvart útlendum harmónikkuleikurum og væri jafnvel til í að kjósa Frjálslynda flokkin til að koma í veg fyrir frekari heimsóknir útlendinga sem kunna á harmónikku.
Kv.
Konni

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

En ef þeir geta bæði spilað á harmonikku og þverflautu?

09 maí, 2007 12:03  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl
Já þú segir það ... hef svo sem ekki hugsað út í það. En ég held að þetta harmónikkuspil réttlæti samt alveg brottreksturinn. Mér væri svo sem alvega sama þótt þeir spiluðu á þverflautu ... bara ekki blokkflauut og panflautu. Panflautuspil er bara fyrir Samfylkingarfólk og blokkflautuspil fyrir krakka. Reyndar slaga bjöllukórar langt upp í harmónikuleiðindin. Hugsaðu þér rúmenskan bjöllukór.
kv.
Konni

10 maí, 2007 08:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú, ég er einmitt mjög hrifin af panflautum þó ég kjósi ekki Samfylkinguna. Ég vil reyndar heyra suður ameríska indíána spila á þær.
Hvaða fordómar eru þetta í garð Rússa með bjöllur?

10 maí, 2007 11:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Elskurnar mínar á hvaða leið eruð þið eiginlega? Hjá okkur jafnaðarmönnum er rúm fyrir öll hljóðfæri og Jón barnakennara líka, kjósið nú bara Samfylkinguna á laugardaginn svo ég verði varaþingmaður og geti farið að gera gagn í alvöru.
Líði ykkur sem best.
Nína varaþingmannsefni

10 maí, 2007 20:24  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Rannveig
Ég var að meina rúmenska bjöllukóra en ekki rússneska. Annars er listahátíð hafin. Ég get ekki betur sé en við séum að flytja inn á hátíðina álíka músíkanta og við vorum að senda úr landi. Við hefðum bara átt að dubba upp þessa rúmensku harmónikkuleikara á Listahátíð. Gefa þeim tíuþúsundkall á kjaft og
ókeypis ferð heim. Selja svo inn á listviðburðinn og græða á öllu saman. Listahátíð getað stórsparað á því.
Svo vona ég að Nína verði að minnsta kosti varaþingmaður. það eru litlar líkur á því að Skúli Björnsson verði það ... svona neðarlega á listanum. kannski Jón Í Barra komist með tærnar að þröskuldi þingsins.
kv
Konni

11 maí, 2007 08:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Iss, öll þessi listahátiðar-"menning" á listahátið. Ég man eftir einhverjum Japana sem sprangaði um á Lækjartorgi fyrir 25 árum með fermingarbróður sinn innpakkaðan í sáraumbúðir. Bara hafið mig afsakaða, en mér finnst menningarlegra að karlmenn séu bara í venjulegum nærbuxum.

11 maí, 2007 11:41  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæri nafnlaus
Alveg sammmála þér. En hefði ekki verið snjallt að vefja fermingarbræður rúmensku harmónikkuleikarana í sáraumbúðir setja þá upp á svið í Nýlistasafninu og láta þá þenja nikkurnar. Ég hefði mætt.
kv
Konni

11 maí, 2007 13:56  

Skrifa ummæli

<< Home