6.12.06

Sleppum allri tilfinningasemi, hún er bara ávísun á vesen

Konni var að hlusta á yfirlit hádegisfrétta. Í fréttum var það einna helst að ráðherra, ég held utanríkisráðherra, segir að baráttan gegn hvalveiðum byggist eingöngu á tilfinningarökum. Þetta er örugglega rétt og auðvitað alls ekki hægt ef fólk blandar tilfinningum í svona gríðarlegt hagsmunamál.
Tilfinningar eru að bera okkur ofurliði. Fullt af fólki er á móti hinu og þessu vegna þess að því finnst bara eitthvað vera fallegt eða gott. Þetta gengur bara ekki lengur.
Nú nálgast jólin. Margir eru farnir að hlakka til jólanna. Gæti verið að fólk hlakki til jólanna á tilfinningalegum forsendum? Það er hið versta mál. Konni hlakkar til jólanna vegna þess að þá fær hann smá frí. Þá fær Konni líka gott að borða og fullt af gjöfum. Þetta er praktísk jólatilhlökkun. Tilfinningar Konna koma þar hvergi nærri.
Tilfinningar koma allt of víða við sögu. Tökum til dæmis hugtökin ást og fegurð. Þessi hugtök eru alltaf tengd tilfinningum. Menn hafa ást á hinu og þessu og jafnvel fallegu landi. Þetta er ekki gott eins og sýndi sig í Kárahnjúkmálinu. Menn mega bara ekkert gera vegna tilfinninga fólks út í bæ.
Nei, farsælast væri ef við gætum útlokað eins mikið af tilfinningum og hægt er því þá gætum við loksins stjórnað þessum heimi alveg tilfinningalaust og drepið alla hvali þess vegna.
Utanríkisáðherra er á réttri leið.
Kveðja,
Konni

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Konni, þetta var utanríkisráðherra - hún Valla Framsóknar.

06 desember, 2006 13:21  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl Tóta
Þetta var góð ábending. Ég breytti blogginu.
Kveðja
Konni

06 desember, 2006 14:32  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, og hugsaðu þér líka hvað hjónabönd yrðu miklu einfaldari ef tilfinningar væru þar ekkert að þvælast fyrir!!
kv.Adda

06 desember, 2006 18:29  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl Adda
Ég ætlaði einmitt að ræða það mál en hafði ekki tíma. Ég vona nú að utanríkisráðherrann sé voða ástríðufullur heimafyrir þó hann geti verið ansi tilfinningalaus í vinnunni. Sbr. yfirlýsinguna sem hann gaf í rútu upp við Kárahnjúka í sumar og svo þessa yfirlýsingu í útvarpinu í morgun.
Kv.
Konni

06 desember, 2006 20:39  
Blogger Þorbjörn said...

Konni minn. Þú getur ekki hlakkað til jólanna án tilfinninga því það að hlakka til er einmitt tilfinning. Því miður ertu dæmdur til að hlakka aldrei til neins því tilhlökkun er tilfinning og ekki viljum við það?

06 desember, 2006 21:20  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæll
Þorbjörn minn.
Þarna gerðir þú mig skák og mát.
Kær jólakveðja
Konni

07 desember, 2006 08:39  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Konni minn!
Tilfinningar eða ekki tilfinningar - lifum lífinu lifandi! Er voða glöð að þú og allir sem ég þekki eru lifandi og skemmtilegir, sum sé tilfinningaverur - ergó - líf án tilfinninga er líflaust og leiðinlegt!
En viltu vera söngstjóri, fullur tilfinninga á Þorrablóti Vallamanna 2. febrúar???
Lifandi kveðjur frá Nínu

07 desember, 2006 10:17  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl Nína
Æi ... það væri gaman. Kanna hvort þetta er bara ekki í lagi. Á líka að vera söngstjóri hjá brottfluttum hér í bæ.
Vonandi gengur það upp.
Kv.
Konni

07 desember, 2006 21:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða bölvaða tilfinningasemi er að vera að halda þorrablót brottfluttra.
Ég sé fyrir mér tilfinningarúin hjónabönd framtíðarinnar, Jón og Gunna ehf. Siggi og Stína ehf. Því miður gekk ekki að stofna Bubbi og Bibba ehf. því það fékkst ekki nægjanlegt stofnfé, þetta sem einhvern tíma var kallað brúðargjafir. Þau eru því byrjuð að safna hlutafjárloforðum og ætla að reyna aftur síðar.

07 desember, 2006 22:04  

Skrifa ummæli

<< Home