18.11.06

Syndin er lævís og lipur

Enn og aftur fær Konni sönnun fyrir dyggðugu líferni sínu á sjónvarpsstöðinni Ómega. Eins og sjá má hér að neðan var Konni aðeins hársbreidd frá því að skrá sig á einkamála og stefnumótalínu visis.is. Sá hann að sér á síðustu stundu ... guði sé lof.
Um miðjan dag í dag stillti Konni svo á Ómega. Þar saup innblásinn prédikari hveljur yfir holdsins fýsnum. Sagði prédikarinn að það væri eitt megin verkefni mannsins að hafa hemil á holdinu. Holdið væri nefnilega í flestum tilfellum óskaplega veikt.
Konni hefur ætíð fetað hinn mjóa veg dyggðarinnar þó hann hafi eitt andartak látið sig dreyma um að skrásetja sig á stefnumótalínu visis.is. Það var feilspor ...sem þó ekki var stigið. Bendir það ekki til góðrar og Ómegískrar holdlegrar stjórnunar og sjálfsaga?
Veiklundað fólk sem á í sífelldri baráttu við holdlegar fýsnir sínar, skráir sig á stefnumótalínur og hugsar blautlegar hugsanir í tíma og ótíma þarf nú ekki annað en að hugsa til Konna og hans dyggðuga lífs og þá mun kúrsinn réttast eða stilla bara á Ómega. Já, syndin er svo sannarlega lævís og lipur.
Verið dyggðug!
Kv.
Konni

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu Konni, það eru ekki eintómar holdlegar fýsnir sem fólk er að reyna að svara á spjallrásum á netinu, sumir eru bara að spjalla um daginn og veginn, svo eru náttúrulega innan um einhverjir sem hafa meiri áhuga á nektinni og nóttinni.

19 nóvember, 2006 15:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Átti reyndar að standa svala en ekki svara.

19 nóvember, 2006 15:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Átti reyndar að standa svala en ekki svara.

19 nóvember, 2006 15:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Konni, ég er ekki drukkin, ég er bara að teygja mig yfir eina reiknivél og Kolgrímu sem liggur hér og lætur fara vel um sig. Þess vegna gengur mér illa að koma þessu réttu frá mér.

19 nóvember, 2006 15:39  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Rannveig
Ég var ekki að tala um spjallrásir heldur stefnumótalínur. Svo væri gaman að vita hvað þú værir eiginlega að reikna svona á sunnudegi og langt í skattframtalið. Á nú að fara eyða peningum?
Kv.
Konni

20 nóvember, 2006 09:25  

Skrifa ummæli

<< Home