21.3.07

Fálkalundur - á stall með máttarstólpa samfélagsins

Konni heyrði í fréttunum að áhugi væri á því að reisa styttu af Guðmundi Jaka í Breiðholti. Þar lýst mér vel á. Hann átti víst sinn þátt í uppbyggingu hverfisins.
Reyndar finnst mér að reisa mætti miklu fleiri styttur af máttarstólpum þjóðfélagsins. Styttur eru fallegar og augnayndi og jafnvel ljótar styttur eru hvarvetna til prýði.
Það er vaxandi kynslóðum nauðsynlegt að átta sig á því að margar kynslóðir hafa lagt grunninn að því samfélagi sem við búum í. Margir einstaklingar hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Þetta fólk á allt skilið komast á stall.
Ég hef alltaf verið hrifinn af Fálkaorðunni. Þar fá hvunndagshetjur stundum sína réttmætu viðurkenningu fyrir framlag til samfélagsins. Oft ber lítið á þessu fólki því ekki skartar það orðunni nema mesta lagi á 17. júní. Þess vegna fékk Konni hugmynd.
Hugmyndin er sú að hver einasti handhafi Fálkaorðunnar fái reista af sér bronsstyttu. Styttunni verði komið fyrir í sérstökum lundi í heimasveitarfélagi þess sem orðuna hlýtur. Nefna mætti slíka lundi Fálkalundi og yrði hver lundur höfuðprýði og stolt sveitarfélagsins. Slíkir höggmyndagarðar, um allt land, hefðu mikið menningarlegt og sögulegt gildi. Stytturnar yrðu síðan búnar þeirri tækni að geta talað þannig að með því að ýta á hnapp myndi styttan, með rödd fyrirmyndarinnar, segja frá þeim afrekum sem orðið hefðu til þessa að hún fékk Fálkaorðuna.
Það yrði gaman að ýta á hnapp á Guðmundi Jaka og fá nokkrar sögur úr verkfallsbaráttunni og Breiðholti. Það er bara verst hversu hátt er upp í Jón Siguðsson.
Kveðja,
Konni

4 Comments:

Blogger Tóta said...

Saell vinur ! Oft hefur andríki thitt hafid sig hátt en sjaldan sem nú. Ein samviskuspurning: Ef thú hlytir Fálkaorduna fyrir storf í thágu einhvers, hvar aetti styttan ad rísa ?

Kvedja frá okkur á Tenerife
T & S

22 mars, 2007 21:44  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl
Gaman að heyra frá Tenerife. Styttan af mér yrði vonandi meðal trjánna á Hallormsstað. En ég fæ aldrei Fálkaorðuna enda enginn sérstakur samfélgssómi umfram aðra sómakonur og karla.
Skilaðu svo kveðju til ykkar í baðstrandabúningunum.
kv.
Konni

23 mars, 2007 08:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Tú hefur góda moguleika á ad fá Fálkaorduna Konni. Tú ert ríkisstarfsmadur sem hefur maett samviskusamlega í vinnuna og stundad tín storf og tegid tín laun úr ríkiskassanum fyrir. EEEEnnnnnn tad er einmitt tad sem hefur dugad morgum til ad fá tessa fínu ordu fyrir.
kvedja úr sudri.

26 mars, 2007 17:18  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl Rannveig og velkomin heim.
Já, satt segir þú. Kannski á ég möguleika á Fálkaorðunni en ég held samt að einhverjir þurfi að mæla með mér. Kannski mætti ég eiga þig að?
kv.
Konni

01 apríl, 2007 15:35  

Skrifa ummæli

<< Home