2.3.07

Japanskur dónaskapur fyrir menningarvita

Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn er nú að hefja göngu sína á ný. Það er hið besta mál ... eða hvað? Konni fór stundum á sýningar klúbbsins hér í denn. Miðað við bækling frá Fjalakettinum sem Konna áskotnaðist þá gæti bara verið gaman að fara í bíó á næstunni. Svo dæmi séu tekin af væntanlegum kvikmyndum þá verða allar myndir James Dean sýndar. Gefið verður yfirlit yfir rússneska kvikmyndasögu og sýndar áhugaverðar myndir frá Þýskalandi.
En vitið þið hvað?
Haldið þið ekki að nú í vor eigi að gefa bíóáhugamönnum og menningarspekúlöntum kost á að kynnast japönskum erótískum myndum. Í bæklingnum segir: Á sjöunda- og áttunda áratugnum var slíkt neyðarástand hjá stóru japönsku framleiðslufyrirtækjunum að risasteypurnar brugðu á það ráð að nýta sér nýlegan geira bleikra kvikmynda til að laða áhorfendur aftur í kvikmyndahúsin. Þessar kvikmyndir voru opinskáar, kynferðislegar og ljósbláar en aldrei jafn grófar og klám. Tilvitnun lýkur.
Hver dæmir svo hvað er klám og hvað er bara saklaust mennignarpornó?
Ég bara ætla að vona að það fólk sem barðist hvað harðast gegn dónafundinum á Hótel Sögu um daginn láti nú til sín taka og kynni sér vel þessar menningarmyndir og költfyrirbæri. Það er von Konna að þessi fyrirætlan Fjalakattarins verði ekki tekin neinum vettlingatökum og samtakamáttur femínista, Alþingis, Þjóðkirkjunnar, borgarstjórnar Reykjavíkur, íþróttahreyfingarinnar og félags púrítana verði virkjaður gegn þessum ljósbláu japönsku myndum.
Einnig hvetur Konni þessa sömu aðila að koma í veg fyrir að Ole Söltoft, sem frægur varð fyrir að leika í dönsku rúmstokksmyndunum, geti nokkurn tímann leikið hér lausum hala sem ferðamaður. Hver myndi vilja hitta Ole Söltoft í heitum potti í myrkri eða við Gullfoss eða Geysi? Hver veit nema Ole myndi þá grípa til kunnuglegra hvílubragða? Konna er ekki kunnugt um að íslensk glíma bjóði upp á öruggar varnir gegn svoleiðis fantaskap.
Hunsum Fjalaköttinn!
Bendi svo á þessa síðu fyrir alla áhugasama um Ole Söltoft.
Kveðja,
Konni

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú verður absalútt að láta bændasamtökin vita af þessu

02 mars, 2007 11:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi er það ekki að fara yfir lækinn til að sækja vatnið að koma með pornó alla leið frá Japan???
Er þetta ekki sama heimaleikfimin og er stunduð hérna megin á jarðarkringlunni? Sömu æfingarnar og svoleiðis.

02 mars, 2007 14:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Konni ætti að skrifa leikritið "Klám og svifryk"

Kveðja, Jón Gunnar

02 mars, 2007 16:27  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæll
Jón Gunnar
Já, þú segir satt svifryk og klám væri góður titill. Svivrykið myndi hylja klámið. Reykvélin þyrfti þá að vera í lagi. Því engan dónaskap viljum við hafa í klámverki.
Hvernig væri að Leikfélag Fljótsdalshéraðs myndi bjóð Ole Söltoft að taka þátt í næstu sýningu, En aluminiumfabrikk paa sengekanten.
kv.
Konni

02 mars, 2007 21:57  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl öll
Heitir þetta Sifryk, svivryk eða sfivryk eða svifryk?
Konni

02 mars, 2007 21:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Ungur maður ætlar að stofna Landsamband einfara, en það mætir enginn á stofnfundinn svo hann einhendir sér í að berjast gegn klámi og svifryki. Gefur alla hugsjón upp á bátinn og fer að vinna hjá Alkan.

Jón Gunnar

02 mars, 2007 22:23  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæll
Kæri vinur
Þetta gætir verið alveg tilvalið til sýninga á Iðavöllum.
kv.
Konni

03 mars, 2007 12:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að afi gamli hefur áhuga á heilbrigðum viðhorfum og virðingu gagnvart konum. Gaman að heyra að konur sem manneskjur skipta hann máli. Hann hefur þá kannski gaman að því að kynna sér eftirfarandi:

(1) "Children and adolescents who participate in the production of pornography experience adverse, enduring effects,"
(2) "Prolonged use of pornography increases beliefs that less common sexual practices are more common,"
(3) "Pornography that portrays sexual aggression as pleasurable for the victim increases the acceptance of the use of coercion in sexual relations,"
(4) "Acceptance of coercive sexuality appears to be related to sexual aggression,"
(5) "In laboratory studies measuring short-term effects, exposure to violent pornography increases punitive behavior toward women"

03 mars, 2007 20:09  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl
Er Sahorn Mitchell að gefa í skyn að Konni sé talsmður kláms. Bara til að taka af allan vafa er svo ekki. Hins vegar er Konni að velta fyrir sér af hverju menn beita sér þá ekki fyrir heildarlausn á þessu sviði. Hlaupa upp til handa og fóta við komu nokkurra útlendinga en hreyfa hvorki legg né lið þegar menningarelítan ætlar að gaman sér við japanskan dónaskap. Svo neita ég því alveg að dönsku rúmstokksmyndirnar hafi eitthvað með ofangreindar enskutilvitnanir Sharonar að gera.
Kveðja
Konni

04 mars, 2007 09:25  

Skrifa ummæli

<< Home