26.10.06

Með nafla úr Nyloni

Nú ligg ég íðí. Ég þarf að fá mér tattú. Ástæðan er sú að ég get ekki lengur farið í sund eða afklæðast á almannafæri. Ég er nefnilega óhúðflúraður. Ég er einn af þeim fáu sem ekki hef skreytt líkamann. Hérna áður fyrr voru það bara sjóarar sem höfðu látið flúra sig í útlöndum. Ég stóð í þeirri trú að það hefðu þeir gert útúrdrukknir. Því engir nema útúrdrukknir sjóarar létu flúra sig. Þeir sátu síðan uppi með fylleríið ævilangt. Nú þarf ekki fyllerí til. Fólk á öllum aldri streymir til flúrara og lætur setja á sig tattú. Um hábjartan dag fara jafnvel huggulegustu konur og láta flúra sig. Ekki myndir af berum skvísum og akkerum eins og sjóararnir gerðu, nei nú eru það austurlensk tákn og hinar furðulegustu myndir. Ég hef meir að segja séð mann með Nike merkið á hendinni. Svo er þetta út um allt á fólki. Kínverskt tákn á ökklanum þykir sveipað einhverri dulúð og er sérlega sexý. Kínverst tákn milli herðablaðanna er líka dulúðugt en ekki eins sexý. Að sögn táttómeistaranna sjálfra, er hlúðflúr jafnvel á leyndustu stöðum líkamans.
En ég er ekki með tattú!
Úr því þarf að bæta.
Ég hef því ákveðið að láta flúra mig. Þannig verð ég aftur gjaldgengur í hvaða sundlaug sem er.
Þetta er samt ekki eins auðvelt mál og ég hafði ætlað.
Hvar ég á að láta setja flúrið og hvernig á myndin að vera? Þetta hefur valdið mér miklu hugarangri síðustu daga.
Staðsetning húðflúrs er nefnilega mjög mikilvæg.
Myndin er steitment og staðsetningin líka svo þetta verður að vera úthugsað því maður eyðir ekki tattúi með því að fara í bað. Mitt tattú á að vera á mjög áberandi stað a.m.k svo það sjáist vel í sundi og ekkert Kína-tákn.
Af hverju flúrar fólk ekki á sig umferðarmerki. Þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
T.d. merkið reiðmenn, eða vegur þregnist eða jarðgöng eða takmarkaður ásþungi? Þetta yrði skemmtilegt. Þessi Kínatákn eru svo ófrumleg.

Ég fékk hugmynd. Hvernig væri að flúra á mig allar stelpurnar í Nylon.
Spurningin er bara hvar á ég að koma þeim fyrir? Kannski í kringum naflann?
Kv.
Konni

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Konni minn ! Hugmyndin er góð, en þá verðurðu líka að girða buxurnar neðar, fá þér stutta boli og safna góðri ístru til að herlegheitin njóti sín.
Svo langar mig að gleðja þig með því að Dagskráin er komin á netið. http://www.heradsprent.is/

27 október, 2006 09:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Abbbbaaaabbbbbaaaabbb - mér finnst að úr því að þú hefur svona mikið pláss á mallanum að þá ættir þú frekar að láta tattúera Gleðikvennafélagið á bumbuna en einhverjar smástelpur úr Næloni.
Þú verður álitinn perri og heldur betur verri með þær framan á þér og þér verður ekki hleypt framar í sund.

27 október, 2006 09:15  
Blogger Konni kynlegi said...

Sælar
Þetta eru frábærar fréttir með Dagsrána sem ég kalla nú reyndr alltaf Skjáinn.
En hugmyndin mep Gleðikvennafélagið er aldielis frábær. Skipti strax úr Nyloni yfir í Gleðikvennafélagið og safna ístru.
Kv
Konni

27 október, 2006 09:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Já og athugaðu hvaða konur eru hér í aðdáendaklúbbnum þínum - ekki eru það neinar nælontelpur - það eru sko konur úr mýkra og náttúrulegra efni.

27 október, 2006 11:46  
Blogger Konni kynlegi said...

Kær Rannveig
Nú er ég svo hræddur um að ég hafi móðgað Gleðikvennafélgið að ég bið forláts ef svo er. Meðlimir gleðikv.fél. Vallahrepps eru svo sannarlega ekki úr næloni eða tefloni.
Ef þið sendið mér tölvutækar myndir af ykkur verður hafist handa við flúrið um helgina. Ég geri þetta í áföngum.
Byrja á stofnfélögum.
kv
Konni

27 október, 2006 13:09  

Skrifa ummæli

<< Home