24.12.06

Karlmenn, gangið ekki í björg í Kringlunni!

Það ber margt fyrir augu í jólaösinni. Konni var í Kringlunni í gær, að sligast undan fjórum þungum Bónuspokum. Stefnan var að koma þessum pokum sem fyrst í bílinn og flýta sér heim þegar áform Konna breyttust snarlega. Konna varð nefnilega litið inn í eina tískuverslunina, rándýra verlsun. Þar bar fyrir augu sýn sem varð til þess að að ósjálfrátt, já ósjálfrátt breytti Konni um stefnu með pokana og var áður en hann vissi af kominn inn í verslunina. Konni sá nefnilega gyðju eða dís. Gyðjan var fegurðardís frá toppi til táar og klæðnaðurinn ýtti undir allt sem hægt var að ýta undir. Konni var sem í leiðslu, alveg heillaður. Konni hélt þó stillingu sinni og prúðmennsku. Að lokum mannaði Konni sig upp og gaf sig á tal við gyðjuna. Hjarta Konna sló hratt því það er ekki á hverjum degi sem Konni kemst í tæri við dísir. Það hefði hann samt ekki átt að gera. Það er nefnilega ekki nóg fyrir gyðjur að hafa allt til alls til að dáleiða karla á löngu færi og soga þá að sér eins og segull járn ef málrómurinn er ekki líka í samræmi við útlitið. Í stað seiðandi álfkonumálróms í stíl við allt hitt var málrómur gyðjunnar eins og hver annar stelpumálrómur.
Mikil urðu vonbrigði Konna og hugsaði að hann þá með sér að betri væri venjuleg kona með fallegan málróm heldur en gella með gjallanda.
Konni kom Bónuspokunum heilu og höldnu heim.

Sögur herma að í gamla daga hafi álfkonur tælt margan prúðan piltinn til sín og ef þeir komust til aftur til mannheima voru þeir sturlaðir eða viti sínu fjær. Lítið fer fyrir slíkum sögum nú á dögum. Var þetta álfkona sem Konni sá í Kringlunni? Allavega var gyðjan ekki við afgreiðslu seinna um daginn er Konni ætlaði að kanna málið. Best að Konni kanni þetta aftur í dag.
Karlmenn, gangið ekki í björg í Kringlunni!
Gleðileg jól!
Konni

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Konni. Það eru engar dísir í Kaupfélaginu Á Egilsstöðum. Var Konni bara ekki kominn í kaupstans eins og títt er með Borgarbúa?
Jólakveðja, Jón Gunnar

24 desember, 2006 09:24  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæll félagi
Þetta gæti einmitt hafa verið skýringin. En ef til vil væri það lausn á samkepnniserfiðleikum Kaupfélagsins gagnvart auðhring feðganna í Bónus að ráða verulegar dísir á kassana eða í vefnaðrvörudeildina.
Gleðileg jól
Konni

24 desember, 2006 09:50  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða, hvaða, það er fullt af myndalegum konum í kufffélaginu okkar hér á Egilsstöðum. Mér bara sárnar að sjá þessi hrokafullu karlaskrif.
Elsku dúllurnar mínar, ég held að hinn íslenski karlmaður sé bara orðinn svo allt of góðu vanur að búa innan um þessar fegurðardísir hér á Fróni að hann sanni að sjaldan launar kálfur ofeldi. Þið ættuð bara að flytja til útlanda í smá tíma og vita hvort að það lagist ekki eitthvað í sjóninni hjá ykkur.

24 desember, 2006 12:58  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Rannveig
Þetta er alfarið rétt. Fegurðardísir eru á hverju strái í Kaupfélögum víða um allt land. Fegurð er svo hrikalega merkilegt fyrirbæri. Fegurðadísir í KHB á Egilsstöðum eru hér með beðnar velvirðingar.
Það eru bara álfkonunurnar sem eru svo skrambi hættulegar.
Gleðileg jól
Konni

24 desember, 2006 16:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, þetta er alveg rétt, það eru margar þokkadísir hjá KHB. Ég bara mismælti mig, meinti M&S í London, en þar eru engar þokkadísir. Afsakið mig og gleðileg jól, Jón Gunnar

24 desember, 2006 23:19  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl öll og Jón minn
Þetta voru nú svo augljós mismæli að ég held að allir hafi séð undireins að þú áttir við M&S í London. Sá reyndar sl. sumar mjög fallegar dísir hjá M&S í High Wicombe. Hver staða hjá KHB er hinsvegar fallega mönnuð.
Gleðileg jól
Konni

25 desember, 2006 10:39  

Skrifa ummæli

<< Home