Lækningamáttur íslenskra karla
Meðferðarstofnun ein hefur verið svolítið í sviðsljósinu upp á síðkastið. Konni ætlar ekki að blanda sér í þá umræðu. Konni fékk hins vegar hugmynd.
Forstöðumaður stofnunarinnar segist gefa frá sér líkamsvessa sem hafi lækningamátt. Þetta er stórkostlegt og gefur tilefni til að kanna lækningamátt líkamsvessa hjá fleiri íslenskum körlum. Einu sinni var flutt út blóð úr fylfullum merum. Úr blóðinu er hægt að vinna efni í lyf. Hvers vegna ekki að kanna í alvöru lækningamátt líkamsvessa íslenskra karla? Kannski vessar fleiri karlmanna en forstöðumannsins hafi lækningamátt. Þarna er hugsanlega vannýtt auðlind. Húsvíkingar ættu að kanna þetta. Ef til vill gætu læknandi vessar íslenskra karla orðið meiriháttar iðnaður og komið í staðinn fyrir álver. Þetta yrði örugglega ekki orkufrekur iðnaður.
Kveðja,
Konni
5 Comments:
Ég sé fyrir mér notkunarmöguleika vannýttra mjaltavéla!! kv Adda
Sæl Adda
Einmitt. Þetta býður upp á ótal möguleika.
Kv
Konni
Heyrðu, er ekki verið að flytja út sams konar vessa úr ísl. hrútum og selja fyrir margar millur dropann? Ég held að íslenskir karlmenn séu ekki síðri til þess háttar starfa en íslenski hrúturinn. Jesús minn hvað við íslenskar konur ... . ... mikil verðmæti á ári. Þetta er auðvitað skýringin á því hvers vegna við verðum elstu kerlingar í heimi.
Nú hefur heldur betur færst fjör í leikinn!
Heyrðu Rannveig þarna kemur þú með það. Þetta er skýringin. Að engin hafi áttað sig á þessu fyrr en núna er stórfurðulegt. Hafið þið ekki tekið eftir því að flestar konur lifa karla sína en deyja svo fljótlega eftir að þeir hafa burtkallast.
Mikill er máttur íslenskra karla þó þeir séu bara í þjóðkirkjunni.
Kv.
Konni
Já, en vessarnir eru sko íslenskir hvar sem menn eru í flokki eða á hvaða kirkjubekk þeir sitja. Það er það sem gerir gæfumuninn. Búnir að lifa af allar hörmungar Íslandssögunnar, maðkað mjöl - kannski á það sinn þátt í þessu. Já, bara búnir að þreyja þorrann í þúsund ár.
Skrifa ummæli
<< Home