30.10.06

Særður kórstjóri

Kunningi minn sem er kórstjóri í virðulegum átthagakór er mjög sár þessa dagana eða eiginlega algjörlega miður sín. Ástæðan er sú að áhrifakona í tónlistarbransanum ruglar honum alltaf saman við parketlagningarmann.
Þegar kórstjórinn hittir þessa konu minnist hún aldrei á tónlistarafrek hans. Hún talar hins vegar mikið um að nú þurfi hún að fara að skipta um parket, þessi eða hin spýtan sé laus eða vill fá almennar ráðleggingar um parketlagnir. Þetta sárnar kórstjóranum.

Konan minnist ekki á tónlistarafrekin eða átthagakórinn.
Það er nú ekki svo að parketlagnir séu ekki virðingarverð atvinnugrein en það er ansi neyðarlegt þegar störf manns á sviði listarinnar eru ekki eftirminnilegri en svo að það fyrsta sem kemur upp í huga áhrifakonu í bransanum, þegar hún hittir kórstjórann sjálfan, séu parketlagnir.

Þetta ekkert annað en gengisfelling á manninum, nánast eins og spark í viðkvæman stað. Ég veit að honum hefði ekkert sárnað þó honum hefði verið ruglað saman við stjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar eða einhvern frægan hljóðfæraleikara...en parketlagningarmann, verra gat það ekki verið.
Ég hef nokkra reynslu á þessu sviði því einu sinni var mér ruglað saman við frægan leikara, sjálfan Róbert Redford. Það var sko ekki gengisfelling. Að líkjast frægri persónu styrkir sjálfstraustið svo óskaplega mikið. Ég lifi enn á þessu. Þess vegna finn ég svo innilega til með kórstjóranum sem er ruglað saman við parketlagningarmann.
Kv.
Konni

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, þið eruð ekki ólíkir þið Róbert Rauðiford svona þegar maður hugsar um það - þú hlýtur að hafa verið erlendis þegar þetta gerðist, menn hafa varla átt von á honum hér á landi.
En varðandi kórstjórann. Er þessi átthagakór nokkuð úr einhverri skógarbyggð? Þá væri ekkert óeðlilegt að menn hugsuðu um skóga og alla þá fallegu nytjahluti sem frá þeim koma. Kórstjóri og parketlagningarmaður eiga það sameiginlegt að vera að búa til fallega heild úr sundurleitum efnivið.

31 október, 2006 19:49  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl
Nei, átthagakórinn er gersneyddur skógarímyndinni. Átthaginn er frekar skóglaus. Þar mætti sko fara hamförum í plöntun eins og á Austurlandi.
Nei, ég var staddur hér álansi er ég var eknnudr við svona frægan leikara. Reyndar voru krakkar einu sinni sem ég heyrði hvísla, þegar þau sáu mig, að þarna færi Gísli Marteinn. Ég var nú ekkert að leiðrétta það.
Gott að gera brugðið sér í allra kvikinda líki. Reyndar kæmist fljótt upp um mig ef ég þættist vera parketlagningarmaður.
Kv
Konni

31 október, 2006 23:00  
Blogger Konni kynlegi said...

Hvílíkar endemisvillur hér að ofan. Það stendur ekki steinn yfir steini. Heyrðu ætti ég ekki að fara að æfa mig í fingrasetningu eða a.m.k. lesa þetta yfir áður en ég sendi? Ha?
kv
Konni

31 október, 2006 23:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Hún er sko örugglega ekki að hugsa um parketlögn þegar hún er að reyna að narra hann heim til sín. Ekki getur hún beðið hann að koma með sér heim að stjórna eins og einum kór sem hún á þar???

01 nóvember, 2006 15:30  
Anonymous Nafnlaus said...

Ah kom ekki nafnið mitt. Þetta var frá mér. kveðja Adda

01 nóvember, 2006 15:31  
Blogger Konni kynlegi said...

Adda mín
Þarna er skýringin komin. N´ðu verður söngstjórinn glaður. Meir að segja ég fattaði þetta ekki. Ég mér að förlast?
kv.
KOnni

01 nóvember, 2006 16:08  
Blogger Konni kynlegi said...

ÆÆÆÆ
Þessi innsláttur minn. Þið skiljið þetta samt.
Ég er stamgjarn á lyklaborðið
kv
Konni

01 nóvember, 2006 16:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Adda, ertu ekki með bloggsíðu ? Þarf að fara koma þér inn í aðdáendahópinn. Kv. Tóta

01 nóvember, 2006 16:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þori ekki að byrja að blogga, er svo manísk, yrði að hætta að vinna. Verð bara að vera leyniaðdáandi;o)
En gangi þér vel með kórinn Konni!! kv Adda

01 nóvember, 2006 17:32  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Adda
Ef þú byrjar að blogga þá skaltu lát mig vita. Ég get líka gefið þér rosalega góð ráð.
Hvernig er að búa í Tónlistarskóla?
kv
Konni

04 nóvember, 2006 10:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Tónlistarskólinn er fínn en.... of lítill fyrir mig. Mér finnst t.d. á köflum bóndinn ekki vera tæpir tveir heldur rúmir 3 metrar!!
Annars er ég hrædd um að ein gleðikonan fari að kæra okkur hjónin fyrir njósnir, er að reyna að sannfæra smiðinn um kosti þess að kaupa hennar hús í stað þess að byggja og því fylgja ferðir kringum húsið hennar. Hann veifar nú bara hamrinum framan í mig! Kanntu rök gegn honum??

04 nóvember, 2006 11:33  

Skrifa ummæli

<< Home