9.11.06

Baðvörður rekinn upp úr

Í gær var sérkennileg grein í Blaðinu. Hún var mjög skrýtið innleg í prófkjörsbaráttu ákveðins flokks (sem ég nefni ekki hér því ég er í fýlu út í flokkinn eftir að mín kona hlaut ekki almennilegt brautargengi í prófkjöri um daginn) en í greininni segir fyrrverandi sundlaugarvörður í Vesturbæjarlauginni sínar farir ekki sléttar. Kíkjum aðeins á kafla úr greininni.

Fljótlega eftir að ég byrjaði starfið fór ég að taka eftir, að ekki var allt með felldu í sánagufu karla. Kvartaði ég við forstöðumann laugarinnar um þetta ástand og spurðist fyrir um það hjá öðru starfsfólki laugarinnar hvort það gæti verið rétt, að vændi væri stundað þar. (tilv. lýkur)

Þetta er háalvarlegt mál sem hér verður ekki haft í flimtingum. En mér er spurn var verðskrá yfir athæfið í afgreiðslu laugarinnar? Hvernig báru væntanlegir kaupendur sig að í afgreiðslunni ef þeir ætluðu að stunda þetta ógeðfelld athæfi í sánaböðum karla. Var það t.d.: Ég ætla að fara í gufu og svo gera líka þú veist... eða Ég ætla að fara í GUUUUfu! og skyldi maður hafa getað borgað fyrir þetta með klippikorti? Svo finnst mér það fyrir neðan allar hellur ef menn hafa ekki þvegið sér án baðfata áður en athæfið átti sér stað. Hver leit eftir því? Þetta er nú einu sinni opinber baðstaður. Þess ber að geta að baðvörðurinn var rekinn fyrir að vekja athygli á þessu. Er sannleikurinn ekki oft lyginni líkastur?
Kv.
Konni

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Opna heita lækinn!

09 nóvember, 2006 20:12  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er kannski bara ágætt að það er ekki sauna í sundlauginni minni - þá getur ekki þrifist neinn ólifnaður á þeim góða sundstað. Börn, gamalmenni og viðkvæmar sálir geta áhyggjulaust spókað sig um allt laugarsvæðið.

09 nóvember, 2006 20:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég fór einu sinni í gufu í Vesturbæjarlauginni. Þegar ég kom í eldhúskrókinn í Hallormsstaðaskóla og nefndi þetta, fengu viðstaddir hláturskast, sérstaklega aðstoðarmatráðskonan !
Hún vildi fá að vita hvort ég væri Hxxxx (ritskoðað).
Ég get hins vegar alveg guðsvarið að ég fór bara í sund, gufu og ljós. Ekkert annað.

10 nóvember, 2006 10:20  

Skrifa ummæli

<< Home