8.11.06

Gott aðkast er gulli betra

Fyrir helgi var viðtal í Morgunblaðinu við þrjá einstaklinga fyrir Austan sem sannarlega höfðu orðið fyrir aðkasti og næstum ofsóknum vegna skoðana sinna á Kárahnjúkaframkvæmdum. Maður skilur vel að slíkt fólk hafi orðið fyrir aðkasti. Eiginlega er ég hissa á að þetta fólk skuli ekki hafa orðið fyrir meira aðkasti. Almenningur verður sífellt að vera á varðbergi og það var hann svo sannarlega í þessu máli. Annars hefði svona fólk getað komið í veg fyrir þetta þjóðþrifamál. Allir mega auðvitað hafa sínar skoðanir en við sem tilheyrum almenningi verðum samt að gæta þess að þessar skoðanir eyðileggi ekki fyrir okkur hinum. Við verðum alltaf að gæta þess að meiri hagsmundir víki fyrir minni hagsmunum.
Nú er það ekki bara rafmagn sem flæðir um sveitir Fljótsdalshéraðs. Nei, það er hamingja í milljónum gígavattstunda. Hvað gerir til þó þrír náttúruverndarsinnar hafi orðið fyrir smá aðkasti? Þökk sé almenningi. Hann hefur alltaf rétt fyrir sér og sigrar því að lokum. Gott aðkast er gulli betra.
Kv.
Konni

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég fékk orðsendingu um að ég væri ekki að standa mig í ritskoðuninni. Finn bara ekkert ljótt ennþá !

08 nóvember, 2006 13:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta máltæki tekið úr boltaíþróttum?
Fólk með skoðanir er voðalega þreytandi - sérstaklega þegar það hefur ekki sömu skoðanir og ég.

08 nóvember, 2006 14:39  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Tóta
Annað hvort er ekkert til að ritskoða eða þú er bara jafn flippuð og ég.
Kæra Rannveig
Fólk með skoðanir ætti bara ekki að líða. Sérstaklega ef það er á öndverðum meiði...þá verður bara að meiða það.
Kv
Konni

08 nóvember, 2006 15:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Um hvaða Tótu ert þú að tala ?

09 nóvember, 2006 12:14  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra fraulein Drunkenbolt
Ó,ó,ó ég fór algjörlega mannavilt.
Ég biðst afsökunar. Þetta mun aldrei gerast aftur?
Kv.
Konni

09 nóvember, 2006 19:56  

Skrifa ummæli

<< Home