14.11.06

Hinn innri maður kemur alltaf í ljós

Nú fer Árni úr Eyjum aftur á þing. Það finnst mér miður. Hann er reyndar búinn að taka út sína refsingu. Gerði það með stæl. Samt er ég ekki sannfærður um erindi hans á þing. Það er vegna þess að ég veit ekki hvort hans innri maður hefur betrast. Hinn innri maður skiptir meira máli en sá ytri. Því miður höfum við ekki aðferðir til að skoða hinn innri mann svona frá degi til dags en hann kemur í ljós fyrr en síðar.
Hinn innri maður kemur ekki fram í prófkjörsauglýsingunum. Þessar fínu brosmyndir af fólki úr öllum flokkum segja mér ekkert.
Mikið væri gaman að eiga myndavél sem myndaði hinn innri mann.
Það kom mér á óvart í fréttunum í gær hversu margir vegfarendur voru hæst ánægðir með að umræddur væntanlegur háttvirtur þingmaður skyldi vera með annan fótinn á þingi. Það sem mér finnst vera mikið álitamál finnst öðrum vera fagnaðarefni.
Er það ekki kynlegt?
Ég vona svo sannarlega úr því sem komið er, að innri og ytri menn væntalegs þingmanns mun verða þjóðinni til gæfu og sóma.

Kv.
Konni

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Satt að segja langar mig ekkert til að sjá innir mann ÁJ, ég er ekki viss um að ég hafi taugar í það dæmi.

14 nóvember, 2006 13:45  

Skrifa ummæli

<< Home