10.11.06

Er júróvisíón-gospel trúartónlist eða komin úr neðra?

Ég var að horfa á kristilegu sjónvarpsstöðina Omega. Þar er nú flest betra á dagskránni en á öllum hinum stöðvunum samanlagt sem (þ.e. á hinum stöðvunum) sýna afþreygingarkjaftæði að mestu. Allavega er það næringarlaust með öllu. Þó er það eitt sem ég á erfitt að sætta mig við á Omega og það er tónlistin sem er flutt á samkomum hjá þessum söfnuðum sem þar eru kynntir, íslenskum jafnt sem útlendum. Það er eins og þeir hafi ráðið alla Júróvisíón lagahöfunda heimsins til að semja þetta sem þeir kalla trúartónlist. Ef eitthvað er komið úr neðra er það Júróvisíóntónlist. Hvað er Guð að pæla? Svo þykist þetta fólk vera frelsað en að mínu mati eru þeir sem leika danstónlist í kirkjum, þó Guð og Jesús séu þar nefndir í öðru hverju orði, ekki almennilega frelsaðir. Í mesta lagi hálf-frelsaðir. Hvernig fór ekki líka með dansinn í kirkjunni í Hruna hér forðum?
Þetta fólk hefur aldrei dillað sér við Bach? Það á sko mikið eftir. Bach samdi flottustu trúartónlist sem nokkurn tíma hefur verið samin.
Svo er það annað. Þegar ég lærði sögu var mér kennt að eitt meginatriðið í siðbót Lúthers hafi verið að færa lofgjörðina yfir á mál sem venjulegt fólk skildi, þ.e. móðurmálið. Nú er þetta Júróvisíón-gospel oftar en ekki sungið á ensku hjá íslenskum söfnuðum. Það eina sem maður skilur er Djísús og hallelúja. Er þörf á nýrri siðbót? Allavega þó nokkurri bragarbót.
Kveðja til allra
Konni

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það gæti orðið erfitt að kenna söfnuðinum Jólaóratoríuna, svo maður talin nú ekki um að manna hljómsveitina, jafnvel þótt að í söfnuðinum væri einn frambærilegur flautuleikari sem ekki væri með stífa efri vör. Þá er ég ekki sannfærður um að slíkur flutningur yrði Guði til dýrðar.

11 nóvember, 2006 09:36  
Anonymous Nafnlaus said...

Konni minn. Ég held þú ættir ekkert að vera að horfa eða hlusta á þessa stöð, hún kyrrir ekki huga þinn. Trúarlegt efni á að kyrra hugann, hvort heldur það er það er tónlist eða talað orð.
Ég fæ stundum til mín nunnu í heimsókn. Hennar söfnuður fór ekki í gegnum hreinsun Lúthers. Þessi nunna er frá Króatíu og ég get sagt þér það Konni minn að hún talar mál sem ég skil mjög vel. Samt er ég hvorki í hennar söfnuði né söfnuði Lúthers.
Þessi hreinsun Lúthers hefur eitthvað mislukkast. Skyldi málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins vita af þessu?

11 nóvember, 2006 10:56  
Blogger Þorbjörn said...

Ummhumm. Ég hef einnig velt því fyrir mér af hverju svona stór hluti "trúaðra" hafa svona lélegan tónlistarsmekk. Þá áttaði ég mig á því að líklega er það svipað hlutfall hjá frelsuðum og ófrelsuðum.
Já, það er sko hægt að dilla sér við Bach og Handel. Bach var pottþétt fyrsti djassistinn og einn fremsti danslagahöfundur síns tíma.

11 nóvember, 2006 18:07  
Anonymous Nafnlaus said...

Það væri nú fróðlegt að lesa ritdóm frá þér ef þetta fólk, sem jóðlar dísúss hallellúja í gríð og erg, flytti verk eftir Bach af sömu innlifun;o)Arg!!!
En er ekki ágætt að popppa kirkuna aðeins upp, hvort er verra innatómt guðshús eða innantóm tónlist í guðshúsi??
kv Adda

12 nóvember, 2006 12:11  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl öll!
Þið segið nokkuð. Nú hef ég úr miklu að moða en eitt er víst að ég ætla ekki í gufubða kalra í Vesturbæjarlauginni til lina efri vörina eða pæla í þessu tónlistarveseni.
Kv.
Konni

13 nóvember, 2006 08:33  

Skrifa ummæli

<< Home