13.11.06

Í skauti afþreyingarpostula

Mér finnst hún alltaf dálítið kynleg og leiðinleg þessi umræða að það þurfi að selja Ríkisútvarpið. Þar fara yfirleitt í fararbroddi ýmsir snillingar sem vilja íslenskri menningu svo óskaplega vel...eða svo segja þeir a.m.k.Reyndar mætti hugsanlega leggja niður Rás tvö og svo sem sjónvarpið líka en alls ekki RÁS EITT. Í Fréttablaðinu í gær er grein eftir mann, sem ég flokka í hóp plebba en sá vill selja Ríkisútvarpið ... eða bara leggja það niður. Hann segir að þá fyrst verði til fyrsta flokks íslenskur afþreyingariðnaður.
Fyrsta flokks afþreyingariðnaður?
Hann er ekki að tala um ljóðalestur, jazz, umræður um bókmenntir, umræður um heimsspeki, flutning klassískarar tónlistar, nútímatónlistar eða þjóðtónlistar, flutning alvöru leikrita eða lestur útvarpssögunnar viðtöl við skáld og merka Íslendinga sem hafa eitthvað að segja, þáttinn Hlaupanótuna eða sunnudagsmessuna eða Orð kvöldsins.
Nei, ég held að hann hafi verið að tala um Idol, Strákana, X-Factor, Knattspyrnufélgið Nörd, beinar útsendingar frá fegurðarsamkeppni Íslands og Reykjavíkur og Óskarsverðlaunafhendingunni, bullið í FM-stöðvunum, Innlit-útlit, flutning Nylonískrar dægurtónlistar og dægurmenningar eingöngu svo og endalausa enska knattspyrnu og spænska knattspyrnu og það nýjasta af Paris Hilton og Britney Spears.
Plebbar skilja ekki hugtakið menning en þetta áðurnefnda hugtak, afþreying skilja þeir vel. En það sem gerir þá viðsjálverða er að þeir hafa viðskiptavit og kunna að selja. Sitjum við ekki öll uppi með eitthvað sem tungulipur sölumaður hefur prangað inn á okkur? Í fávisku sinni halda þeir að afþreying og menning sé sama hugtakið. Í Stúdentablaðinu um daginn sagði Guðbergur Bergsson að enginn vafi léki á að til væri hámenning og lágmenning. Afþreyingariðnaður er lágmenning, þar er ég jafn viss og Guðbergur. Greinarhöfundurinn í Fréttablaðinu í gær er fulltrúi lágmenningar.En skoðum aðeins þetta hugtak afþreyingariðnaður. Það er samsett úr hugtökunum afþreying og iðnaður. Afþreying minnir mig alltaf á orðtakið að þreyja þorrann og góuna. Þ.e. reyna að þrauka. Afþreying á að létta okkur lífið, hjálpa okkur að þrauka. Lífið er nefnilega svo leiðinlegt, að mati plebba, að allt sem er alvarlegt og ígrundað gerir stundirnar lengri ... lengir lífið og það er vont. Afþreying styttir hins vegar stundirnar. Lífið verður styttra og það er gott. Við þurfum sem sagt hjálpafþreyingariðnaðarins til að lífið verði ekki allt of langt og leiðinlegt. Hugtakið iðnaður tengist svo í mínum huga BM-Vallá eða Vilko-súpum eða álframleiðslu, fyrirtækjum sem eru í færibandaframleiðslu eða fjöldaframleiðslu. Iðnaður er auðvitað bráðnauðsynlegur en þegar það hugtak fer að snerta hugtakið menningu fara mín aðvörunarljós að blikka. Fyrrnefndur greinarhöfundur er talsmaður firringar en ekki menningar. Firring er fylgifiskur afþreyingar og afþreying er fylgifiskur firringar.
Lengi lifi RÁS EITT!
Kveðja,
Konni

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju þurrkaðir þú út kommentið frá mér??? Var það þessi ritskoðunarleynilögrelgukerling sem strokaði mig út???

13 nóvember, 2006 09:09  
Blogger Konni kynlegi said...

Ha?
Já, nú veit ég. Ég lenti í miklum hrakningum með að birta þessa grein heima. Svo þéga ég kom í vinnuna í morgun sá ég að hún var þríbirt. Eig eyddi svo tveimur greinum og þar hefur kommnetið sennilega farið forgörðum. Óska eftir endurtekningu.
Konni

13 nóvember, 2006 09:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja, þú varst nú með eitthvað um Hemma Gunn og Paris Hilton, mér sýnist það ekki vera í þessari grein. Ég var nú bara að segja að mér finndist illa komið fyrir aumingja Hemma Gunn ef hann hefði ekki meiri séns í kvenfólk en það að þurfa að vera í slagtogi með Paris Hilton. En eins og forsætisráðherra vor sagði, þá geta menn ekki alltaf farið heim með sætustu stelpunni af ballinu - sumir verða meira að segja bara að fara heim með konunni sinni, en það er nú önnur saga.
Nú og svo náttúrulega segi ég bara LIFI RÁS EITT og sérstaklega sunnudagsmessan sem kallar fram minningar um lambasteik, brúnaðar kartöflur, brúna sósu, grænar baunir, rauðkál og gulan sunnudagskjól.

13 nóvember, 2006 10:08  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl
Sögur að austna herma að Hemmi hafi verið þar fyrr á árinu og verið svo umsvermaður af konum að hann hafi mátt hafa sig allan við að verða ekki undir...ha?
kv
Konni

13 nóvember, 2006 10:23  
Blogger Hildigunnur said...

snilldargrein hjá Konna. Vísa á hana, prontó.

13 nóvember, 2006 10:47  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl Hildigunnur
Það yrði mér mikill heiður að fá tilvísun frá þér.
Kv.
Konni

13 nóvember, 2006 11:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu góði, þó ég hafi nú minnt þig á að þú skuldar mér Mozart-kúlu, þarftu ekki að eyða út blogginu.

13 nóvember, 2006 11:17  
Anonymous Nafnlaus said...

afskaplega góður pistill:)

er hjartanlega sammála þér. sumt fólk eyðir tíma sínum, annað fólk ver tíma sínum...

13 nóvember, 2006 13:06  
Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Svo sammála! Að leggja niður rás eitt væri óbætanlegt menningarslys!

13 nóvember, 2006 14:08  

Skrifa ummæli

<< Home