15.3.07

Konna boðið í bíó

Næst neðsti frambjóðandi á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi færði Konna í gær fyrsta áróðursbæklinginn fyrir væntanlegar kosningar. Vorið er sem sagt í nánd.
Þessi bæklingur gladdi Konna mikið enda mjög fögur fljóð í lokkandi stellingum sem prýddu framhlið bæklingsins og það sem meira var, þær buðu í bíó. ÞÉR ER BOÐIÐ Í BÍÓ! stóð stórum stöfum.
Konni hefði ekki hikað við að eiga skemmtilega bíóstund með þessum konum ef hann hefði ekki sem betur fer áttað sig á því að bíóferðin var ekki öll sem hún var séð. Á bakhlið bæklingsins, sem ekki var prýdd lokkandi fljóðum, stóð nefnilega að bíóferðin væri í raun fundur um umhverfismál.
Fundur um umhverfismál!! Ó mæ ...
Fundurinn verður hins vegar haldinn í Nýja bíói á Akureyri og boðið upp á mynd eftir Al Gore, það var þá öll bíóferðin. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir Konna því miðað við nýjustu túlkanir á myndefni auglýsingabæklinga þá fannst Konna sem þessar Samfylkingarkonur byðu upp á eitthvað meira krassandi í bíó en fund um umhverfismál. Þessar fögru konur ætluðu sem sé að véla kjósendur á fölskum forsendum í bíó og það á mynd eftir Al Gore, hefði það nú verið mynd með Ole Söltoft hefði Samfylkingin kannski krækt sér í atkvæði.
Þannig eru nú stjórnmálin orðin ... ekkert nema kynþokki ... þar erum við karlar veikir fyrir líkt og konur sem hópast nú til vinstri í einum hvínandi grænum ... en það er nú sennilega vegna kynþokka málefnanna.
Kveðja,
Konni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home