22.2.07

Hinn endanlegi raunveruleiki

Nú er svolítið um liðið síðan Anna Nicole Smith gekk fyrir ætternisstapann. Þrátt fyrir það er hún ekki enn komin undir græna torfu. Fjölmiðlar fylgjast vel með gangi mála og birta bollaleggingar um næstu skref Önnu til himna. Það munu víst vera einhver formsatriði sem koma í veg fyrir að jarðarför geti farið fram en Konni kann ekki skil á þeim. Einmitt vegna þess að Anna er enn ofar moldu gefst nú kostur á því að framkvæma hinn fullkomna gjörning. Hann mætti kalla: Af moldu ertu komin. Þetta yrði einstakur gjörningur sem myndi ná athygli allrar heimsbyggðarinnar. Jafnvel Konni, sem ekki vildi horfa á myndbandið af Byrgismanninum hlaupa í skarðið, myndi fylgjast með af áhuga.
Af hverju er Anna ekki látin rotna í beinni útsendingu? Lík hennar gæti staðið uppi fyrir framan myndavélar svo við gætum fylgst með hvernig kynbomba verður að mold. Þetta hefur enginn séð fyrr með eigin augum. Gjörningurinn myndi verða í eðlilegu framhaldi af lífshlaupi hennar, fullkomna sýniþörfina. Hvaða raunveruleikaþáttur kæmist í hálfkvist við þennan?
Þegar kynbomban væri svo orðin að engu mætti jarða hana með pomp og prakt.
Á þessu mætti græða milljarða. Hvar eru spekúlantarnir núna?
Kveðja,
Konni

3 Comments:

Blogger Þorbjörn said...

Þegar verið gert. Sjá www.seemerot.com
Kv. tenórinn

22 febrúar, 2007 22:50  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæll
Þakka þér fyrir þetta. See me rot er merkileg síða. Er hér ekki um viðskiptahugmyd að ræða.reyndar kemst maður inn á alls kyns dónaskap af þessari see me rot síðu.
Ég þar endilega að skrifa pistil um dónahræðslu Íslendinga. Förum svo öll í kirkju á sunnudaginn.
kv.
Konni

23 febrúar, 2007 11:17  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, Vallaneskirkju !

23 febrúar, 2007 14:27  

Skrifa ummæli

<< Home