Þau tíðkast nú hin breiðu bökin
Í gær fjallaði ég dálítið um hinn innri og ytri mann. Ég var rétt búinn að skrifa pistilinn þegar ég rakst í fjölmiðlum á mynd af manni sem sloppið hafði úr haldi fangavarða og uppskar þjóðarathygli. Af myndinni að dæma er hér ekki um hættulegan mann að ræða. Myndin sýnir dagfarsprúðan rólyndismann. Svo kemur á daginn að lögreglan vill hafa hendur í hári hans sem fyrst því þessi góðlegi maður gæti verið hættulegur. Þetta sýnir að hinn ytri maður stendur ekki fyrir eitt né neitt. Hinn ytri maður getur gert tæknilega feila. Þessi maður gerði til dæmis þann tæknilega feil að flytja inn eiturlyf. Svo bætti hann öðrum tæknilegum feil við og strauk frá fangavörðum. Árni verðandi þingmaður segist að eigin sögn hafa gert tæknilega feila sem lentu á hans breiða baki. Verst er að strokufanginn sýnist frekar grannur. Hann gæti því kiknað undan feilunum. Kannski þingmaðurinn geti hlaupið undir bagga.
Gott er að hafa breitt bak og geta hlaupið undir bagga.
Kveðja,
Konni
5 Comments:
Tæknilega séð ætti Árni að geta hlaupið undir bagga. Hann gæti til dæmis tæknilega séð beitt sér fyrir lagabreytingum sem myndu létta strokuföngum lífið. Hann ætti tæknilega séð að skilja sálarlíf fanga.
Heyrðu Konni væri ekki flottur titill í símaskrá afbrotatæknifræðingur eða feiltæknifræðingur?
Hey, við Sunnlendingar stöndum sko saman. Hvað er það annað en tæknileg mistök að láta komast upp um sig þegar maður er að krimmast?? Ég er viss um að hann passar sig betur næst og því á hann fullt erindi á þing!!
Sælar
Jú, þignið á að vera þverskurður þjóðarinnar. Þess vgna eigum við aðpassa okkur á því að velja þar inn allskonar fólk. Heilvita, hálfvita, fitubollur, grannarbollur o.s.frv.
En hugtakið feiltæknifræðingur eða afbrotatæknir hugnast mér vel.
Kv
Konni
Konni minn, á degi íslenskrar tungu á að vanda framsetningu íslensks máls. Þú hefur gleymt þér aðeins á lyklaborðinu í síðustu skrifum þínum.
Skrifa ummæli
<< Home