18.11.06

Að eiga séns eða eiga ekki séns?

Ég hef heyrt að fólk láti fasteignasala stundum verðmeta fasteignir sínar í þeim tilgangi einum að kann ríkidæmi sitt. Þetta er svona stöðukönnun. Hvert er verðgildi eignar minnar? Mér datt þetta í hug um daginn þegar ég kíkti inn á nýja útgáfu af vefsíðunni visir.is. Á þeirri síðu er stór bleikur hnappur með fyrirsögninni einkamál/stefnumót. Þar geta þeir komið sér á framfæri sem ekki eiga í örugga hlýju hjónasængur að venda. Svo virðist vera að mikið sé til af einmanna fólki á öllum aldri með mismunandi ástríður. Á visi.is er t.d. skráð kona undir dulnefninu allfjörug. Í ljós kemur reyndar að allfjörug er ekki einsömul því hún er í raun par sem sækist eftir öðru pari með skemmtilegan leik í huga. Þar er líka dama sem skráð er undir dulnefninu strap on. Hennar auglýsing hefur verið skoðuð 622 sinnum. Strap on leitar eftir skyndikynnum svo lítil hætta er á að þeir sem heimsækja hana þurfi að ganga með henni upp að altarinu. Þar er líka Chanel sem vill tala við stráka og hefur áhuga á útiveru og hestum. Já, það er mikið af einmanna fólki á Íslandi á öllum aldri.
Eða ... getur verið að fólk sé bara að kanna hvort það eigi séns rétt eins og íbúðaeigendurnir sem eru að láta fasteignasala verðmeta íbúðir sínar þó alls ekki sé ætlunin að selja.
Nú er Konni að hugsa um að skrá sig á einkamála/stefnumótasíðuna á visi.is bara til að kanna stöðuna. Yrði ekki gaman að fá athygli hundruða eða þúsunda áhugasamra kvenna á einu bretti.

Eða ... kæmi kannski á daginn að enginn hefði áhuga? Á Konni að þora að taka þá áhættu?
Kveðja,
Konni
P.S. Annars skilur Konni ekki hvernig fólki dettur í hug að standa í þessu veseni á okkar litla landi. Í fyrsta lagi er þetta ósiðlegt og svo eru jú talsverðar líkur á að þú lendir á einhverjum sem þú þekkir ...úps! Konni er hættur við.

3 Comments:

Blogger Þorbjörn said...

Ertu þá orðinn Konni kynlausi?

18 nóvember, 2006 12:32  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæll tenór
Ja, hvað skal segja? Menn verða að ganga hægt um gleðinnar dyr.
Annars er voðinn vís.
kv
Konni

18 nóvember, 2006 16:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu Konni, þú ættir að skrá þig og gera vísindalegar kannanir á lífinu á einkamál. Það er bara partur af því að vera sérfræðingur á sviði mannlegra samskipta eða samskipta karla og kvenna.

18 nóvember, 2006 20:23  

Skrifa ummæli

<< Home