16.11.06

Nauðsynlegur dagur

Í Kastljósi í gær var fjallað um hvers vegna drukkið fólk fær slagandi göngulag. Rætt var við dósent í Háskólanum. Hann eða reyndar hún, því þetta var kona, sýndi stórt líkan af eyranu. Síðan fitlaði dósentinn við eyrað og útskýrði vandræðaganginn í drukknu fólki á fræðilegan hátt. Ástæðuna fyrir þessari slagandi gangtegund drukkins fólks er sem sé að finna í eyranu. Þetta fannst mér kynlegt. Þá fékk ég loksins skýringu á merkingu orðtaksins að vera á eyrunum og það á degi íslenskrar tungu. Já, þetta er svo sannarlega þarfur dagur.
Kv.
Konni
P.S. Hafa lesendur ekki líka heyrt af því að vera á perunni eða skallanum eða á felgunni? Svo geta menn verið á snúrunni þegar þeir eru búnir að fara í meðferð.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Alveg á eyrnasneplunum, er líka til. En það eru ekki margir sem ná slíkri fullkomnun, helst þeir sem komast oft í ókeypis áfengi.

P.S. Veistu nokkuð um gott partý á næstunni ?

17 nóvember, 2006 13:57  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl ungfrú Drunkenbolt!
Jú, ég er einmitt að fara í ókeypis áfengi á eftir. Þú verður þá að moka þig út úr snjónum fyrir austan.
kv.
Konni

17 nóvember, 2006 14:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Menn eru á snúrinni á meðan þeir eru í meðferð. Svo koma þeir þurrir heim eins og þvottur sem hangið hefur í sunnanblæ.
Góði vertu svo ekki að drekka þig kynlegri en þú ert þó þú komist í ókeypis bús.
Kannst þátturinn við orðið gardínubytta, g a r d í n u b y t t a.

17 nóvember, 2006 15:42  

Skrifa ummæli

<< Home