13.2.07

Menningarkona við töskufæriband

Um daginn var ég staddur á Reykjavíkurflugvelli nýlentur frá Egilsstöðum og beið við færibandið eftir töskunni minni. Við hlið mér stendur kona sem var líka að koma frá Egilsstöðum. Hún heilsar þar annarri konu og segir stundarhátt að mikið finnist henni nú gott að vera komin aftur í menninguna.
Eitthvað hefur dvölin á Austurlandi farið illa í konuna eða kannski er hún bara einlæg menningaráhugakona með ástríðu fyrir í fögrum listum.
Við þessi orð konunnar þarna við færibandið fór Konni að velta því fyrir sér hvort konan hefði bara ekki rétt fyrir sér. Er Reykjavík ekki sá staður á Íslandi þar sem menningin er mest og best?
Er ekki staðreynd að það er meiri menning í Reykjavík en á Austurlandi? Er ekki líka meiri menning á Egilsstöðum en Borgarfirði eystri. Er þá ekki enn meiri menning í Kaupmannahöfn en í Reykjavík og enn meiri menning í New York en í Köben?
Hvar skyldi svo hápunktur menningar heimsins vera? Hvert ætti menningarkonan við færibandið á Reykjavíkurflugvelli að beina sjónum sínum þegar höfuðborgin fær ekki lengur fullnægt hennar menningarlegu fýsnum?
Var þessi kona kannski menningarfíkill?
Gaman væri að vita hvar hún skyldi vera núna? Á listasöfnum borgarinnar? Að sökkva sér niður í Hómer og Sókrates á Borgarbókasafninu? Í miðri níundu sinfóníu Beethovens? Á óperu Stravinskys í íslensku óperunni. Í nýlistinni hjá þeim í Klink og Bank? Í heimsókn á Gljúfrasteini eða á spjalli í Reykjavíkurakademíunni ... eða ... er hún kannski einmitt núna í Bónus að kaupa snakk og popp og dæetkók fyrir júróvisijónteitið á laugardaginn?
Kveðja,Konni

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hún var í það minnsta ekki á Vallablóti, þá hefði hún talað um að fara úr menningunni. Svo var víst afar gott blót á Arnhólsstöðum.

14 febrúar, 2007 00:09  
Blogger Hildigunnur said...

hehehe :-D

14 febrúar, 2007 08:40  
Blogger Konni kynlegi said...

Sælar
Já, blótin kilkka ekki. Hvað blótmenningu varðar þá er hún ekkert í höfuðborginni miðað við landsbyggðina. 1-0 fyrir landsbyggðina.
kv.
Konni

14 febrúar, 2007 13:01  

Skrifa ummæli

<< Home