7.2.07

Konni er orðinn samfélagslegt afl!

Konni er yfir sig glaður þessa stundina því svo virðist vera að áhrif pistla hans nái jafnvel inn á hið háa Alþingi.
Fyrir nokkru spurði Konni hver væri afstaða formanns Samfylkingarinnar til stóriðjumála í Hafnarfirði. Konni bjóst ekki við því, er þessi spurning var borin fram, að henni yrði svarað úr ræðustól Alþingis. Það er greinilegt að formaðurinn les Konna.
Konni hefur greinilega áhrif á gang mála í landinu.
Auðvitað hefði verið skemmtilegara hefði formaðurinn svarað spurningunni hér á síðunni, hún gerir það bara næst. Konni þakkar hér með formanni Samfylkingarinnar fyrir að gefa sér tíma til að svara Konna úr ræðustól Alþingis.
Og það sem meira er, svarið var gott.
Kveðja til Ingibjargar Sólrúnar,
Konni

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu Konni, það má vel vera að ISG svari þér á Alþingi, en mér þætti vænt um að þú svaraðir mér, þó ekki væri nema hér á síðunni.
Manni getur nú sárnað þegar það er bara skautað framhjá manni.

07 febrúar, 2007 12:56  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæææl Rannveig
Svar er komið og er hér fyrir neðan í síðasta pistli.
Haður það svo gott.
Kv.
Konni

07 febrúar, 2007 14:29  

Skrifa ummæli

<< Home