12.2.07

Konni yrkir minningarljóð

Vegna fjölda áskoranna birti ég hér með ljóð það er ég flutti á Vallablótinu í minningu þess að í ár eru átján ár síðan við Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi og nuddari, upplesari og leikari stigum fyrst saman á svið Iðavalla. Síðan þá hef ég flutt ýmsa bragi um bónda þennan og hefur yrkisefnið verið sótt í búskaparhætti í Vallanesi jafnt sem kvennamál.

Einu sinni var ort:
Í Vallanesi var hér áður voða mikið fjör
Þar voru kýr og hænugrey
og ein og ein jarðarför....

Þess verður að geta að hugtakið hýr sem kemur fyrir í ljóðinu er eingöngu notað til að ríma á móti hugtakinu kýr. Hugtakið hýr verður að skilja í þessu samhengi sem glaðvær persóna en alls ekki samkynhneigð.

Minningarljóð

Ó, minn kæri Eymi
aldrei þér ég gleymi
á Iðavöllum forðum,
er fólk sat undir borðum,
við fórum fyrst á svið.

Þú í grænum jakka
og ég í svörtum frakka
hjörtu allra unnum,
það ennþá báðir kunnum
að kæta kvenfólkið.

Nú göngum við á gleðifund
og gott er nú að vera hýr.
Í Vallanesi engar kýr
nú spígspora um grund.
En lerkilundur grænkar brátt
í skauti þínu sig hefur hátt
Héraðsskógur hlýr.

Ég vona að allir ljóðaunnendur sérstaklega í hópi Vallamanna muni hafa lúmskt gaman af kvæðinu. Síðan á ég þá ósk að við Eymundur í Vallanesi munum eiga önnur góð átján ár saman á þorrablóti Vallamanna.
Kveðja,
Konni

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ó þeir gömlu góðu dagar í Vallahreppi. Maður bara klökknar og fer næstum að skæla. Þegar Hið íslenska fálkafélag blómstraði og Gleðikvennafélag Vallahrepps var upp á sitt besta.
En þið voruð flottir þá ekki síður en núna.

13 febrúar, 2007 08:48  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl Rannveig
Ég held bara að það hafi allt verið svolítið flottara þá en nú. Þá var allt ekta ... nema kannski svona nýbúar eins og ég. En Vallahreppur var allavega ekta og hafði tengingu við fortíðina. En blótið var gott eins og alltaf.
kv
Konni

13 febrúar, 2007 08:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Það mætti kannski nefna hvar og hvenær þetta ljóð var ort.

Sem sé: Við eldhúsborðið á Fjósakambi 14 tveim tímum fyrir blót.

13 febrúar, 2007 09:58  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl og heil
Rétt er það Fjósakambur 14 hefur verið athvarf blótslistar um árabil.
kv
Konni

13 febrúar, 2007 12:49  
Anonymous Nafnlaus said...

..og verður vonandi lengi enn.

13 febrúar, 2007 15:15  

Skrifa ummæli

<< Home