Látum sérfræðingana ráða
Ég sá í fjölmiðlum að nú sé einmitt verið að velja stúlkur til að taka þátt í fegurðarsamkeppnum um allt land. Það hlýtur að vera vandasamt. Þeir sem að þessu standa hljóta að hafa gríðarlega mikið vit á fegurð og óbrigðulan smekk. Í keppnunum sjálfum eru það svo dómnefndir skipaðar sérfræðingum sem velja fegurstu konur Íslands. Að mati Konna er þetta einmitt dæmigert fyrir hvernig standa á að keppnum af ýmsu tagi. Látum sérfræðingana velja ... alls ekki almenning. Afrakstur vals þessara fegurðarsérfræðinga er líka óumdeilanlega mjög góður. Við höfum átt fjórar alheimsfegurðardrottningar.
Ef almenningur hefði valið ættum við ekki eina einustu alheimsfegurðardrottningu því almenningur velur auðvitað bara frænku sína eða sveitunga en kastar lögmálum fegurðar út í hafsauga, klíkuskapur er okkar fag. Öll fjölskyldan er svo gerð út með gemmsana sína og tölvurnar til að kjósa frænkuna fram undir morgun og leitað allra leiða til að svindla samanber Magna-sumarið 2006.
Það verður ekki fyrr en sérfræðingar fara að velja Júórvísíónlagið að við eigum einhvern möguleika á vinningi, þó ekki væri annað en að komast inn í aðalkeppnina. Hættum að blanda almenningi í málið. Mér datt líka í hug hvort við ættum nokkuð að vera blanda almenningi í næstu kosningar. Getur þjóð sem ekki ber gæfu til að velja almennilegt júróvisíónlag valið sér góða stjórnendur?
Kveðja,
Konni
4 Comments:
Góður punktur hjá þér Konni. Látum bara stjórnmálafræðinga velja þingmenn, kannski væri sniðugt að leyfa stjórnmálafræðinemum að taka þátt í valinu.
Sjáðu hvernig fór með Silvíu Nótt sem þjóðin kaus?
Heyrðu Konni verður þú í Henson-peysunni sem þú klæddist á bótinu í fyrra? Hlakka til að sjá þig og allt hitt skemmtilega fólkið á Vallablótinu.
Sæl
Verð í Henson söngstjórapeysunni. Langar reyndar mikið að taka Henson í eigin persónu með mér.
var að velta því fyrir mér hvort lagið Valsmenn léttir í lund eigi við á blótinu.
kv
Konni
Sæl
Verð í Henson söngstjórapeysunni. Langar reyndar mikið að taka Henson í eigin persónu með mér.
var að velta því fyrir mér hvort lagið Valsmenn léttir í lund eigi við á blótinu.
kv
Konni
Nei, nú er of langt gengið ! Valsaraáróður á ekki að eiga sér stað utan borgarmarka Reykjavíkur !
Skrifa ummæli
<< Home