1.2.07

Hvers eiga harmónikkuleikarar að gjalda?

Kátt var á hjalla við veitingu tónlistarverðlaunanna í gærkvöldi. Ekki er hægt að segja annað en fulltrúar unglingatónlistarinnar hafi gengið frá borði með fangið fullt af verðlaunum. Það virðist því miður vera þannig þessi árin að bernskuæfingar unglinganna eru taldar hápunktur listrænna afreka okkar í tónlist. Þó voru þar undantekningar á sem betur fer því skipuleggjendur báru gæfu til að kjósa alvöru tónlistarmann, fiðluleikara, sem björtustu vonina og Skúli Sverrisson hlaut verðlaun fyrir frábæra plötu. Þetta fólk kemur ekki reglulega fram á Bylgjunni, X-97.7 eða FM- 105.5 og hinum unglingastöðvunum svo almenningur kemst aldrei í tæri við þeirra tónlist og fer á mis við mikið. Ólafur Gaukur hefur líka verið minn maður frá því í gamla daga svo hann var vel að sínum heiðursverðlaunum kominn.
Þegar tilnefnt er til íslensku bókmentaverðlaunanna er ekki grautað saman unglingasprikli og alvöru bókmenntum. Þegar vín er vegið og metið er Bláa nunnan skilin eftir heima þó svo okkur unglingunum hafi þótt það ódýrt og svalandi hér í dentíð. Þegar kemur að tónlist er öllu hrært saman. Allt þykir jafngilt. Myndum við til dæmis setja Halldór Laxness og Andrés Önd saman í flokk klassískra bókmennta?
En varðandi þessi tónlistarverðlaun ætla ég að stinga upp á nokkrum flokkum til viðbótar. Í fyrsta lagi besti kirkjukórinn. Í öðru lagi besti blandaði kórinn utan Reykjavíkur. Í þriðja lagi besti Húnvetningakórinn. Í fjórða lagi besti kórinn sem tengist íþróttafélagi. Í fimmta lagi besti gítarleikarinn í hópi leikskólakennara. Í sjötta lagi besti tónmenntakennarinn. Í áttunda lagi besti útfararkórinn. Í níunda lagi besti besti blokkflautuhópurinn og í tíunda lagi besti harmónikkuleikarinn af landsbyggðinni ... því hvers eiga harmónikkuleikarar að gjalda?
Þá fyrst myndi nú færast fjör í leikinn.
Kveðja,Konni

4 Comments:

Blogger Rannveig said...

Góður pistill hjá þér Konni.
Ég hef nú ekki látið mér detta í hug að blanda Laxa og Drésa saman, Laxi er í viðhafnarbandi inn í stofu en Drési er í möppum inn í skáp.
En svona þér að segja, þá er Drési oftar dreginn fram af gestum og gangandi.
Heyrðu Konni þar sem Bergur á Ketilsstöðum hefur flutt sig í aðrar sveitir með danskortið mitt með sér þá verður þú að fá þér snúning með mér á blótinu í kvöld.
Sjáumst kát.

02 febrúar, 2007 08:24  
Blogger Konni kynlegi said...

Sæl
Það er núekki dónalegt að fylla skarð Bergs. Best að ég pakki dansskónum hið snarasta. Söngstjórablússan er komin í töskuna.
En athugaðu það að mesta listin er miklu sjaldnar skoðuð eða lesin eða hlustuð heldur en minnsta listin.
Sjáumst á eftir.
Kv.
Konni

02 febrúar, 2007 08:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Konni. Mikið var gaman að hitta hann vin þinn Jón á Vallablótinu. Ég dansaði við hann og er eiginlega hálf þreytt ennþá í fótunum.
Ertu til í að biðja vin þinn Jón að senda mér ljóðið sem hann las á sviðinu sínu um sig og fyrrverandi vin sinn Eymund.
Nú eða kannski bara leyfir hann þér að birta það hér á bloggsíðunni.

05 febrúar, 2007 11:16  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Rannveig
Hvar er ljóðið????
Kannski ég finni það?
kv
Konnjón

06 febrúar, 2007 21:47  

Skrifa ummæli

<< Home