11.1.07

Maðurinn sem sá tvær halastjörnur

Jæja, nú hljóp á snærið hjá Konna. Konni sá halastjörnuna, hina einu og sönnu og það með eigin augum ofan af Öskjuhlíð í morgun. Nú hefur Konni séð hvorki meira né minna en tvær halastjörnur. Þessa og svo Halleys-stjörnuna fyrir nokkrum árum. Konni stendur í þeirri trú að mjög fáir hafi sé svo margar halastjörnur með eigin augum og þess vegna er Konni sperrtur þessa stundina.
Þá vaknar spurningin, eru ekki þeir sem hafa séð meira en annað fólk á einhvern hátt merkilegra og lífsreyndari mannskepnur? Er sá sem hefur séð tvær halastjörnur ekki helming merkilegri en sá sem hefur bara séð eina? Hann hlýtur þá líka að vera tvisvar sinnum merkilegri en sá sem ekki hefur séð eina einustu halastjörnu.
Konni þekkir fólk sem hefur séð svo miklu meira en hann. Þetta er langförult fólk sem hefur ferðast til fáfarinna staða innanlands og utan og séð ýmislegt með eigin augum sem Konni hefur varla séð á mynd.
Konni finnur alltaf til vanmáttar gagnvart slíku fólki.
Konni hefur bara komið til örfárra landa, Danmerkur og Legolands og svo smávegis til Noregs.
Núna hefur Konni séð tvær halastjörnur. Í miningagreinum um Konna verður tekið fram að hann hafi einmitt verið einn þeirra fáu sem sáu með eigin augum ... TVÆR halastjörnur og það bara í einu lífi.
Geri aðrir betur.
Kveðja,
Konni

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu Konni. Ætlar þú á átthagaþorrablót hér syðra? Partý, rúta og ball? Eða ætlar Jón kannski frekar????

12 janúar, 2007 15:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta mætti kalla halastjörnustæla Konráðs !!

13 janúar, 2007 01:37  
Blogger Konni kynlegi said...

Sælar.
Varaðndi blót þá verður vinur Konna þar söngstjóri svo líklega skellir Konni sér bara líka.
En varðandi halastjörnustæla þá var nú Gylfi Ægisson upphafsmaður þeirra með því glannalega nafni; Áhöfninni á Halastjörnunni.
Kv.
Konni

13 janúar, 2007 12:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef ekki komið til Lególands, ég hef ekki séð halastjörnu, ég hef ekki einu sinni séð Hollywoodstjörnu hvað þá meir. Trúlega verður ekkert um mig skrifað.

13 janúar, 2007 13:43  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Rannveig
Þetta er áhyggjuefni. Konni hefur t.d. séð Bobby Fischer oft og Spassky og Björk. En sástu ekki Halleystjörnuna af Fljótsdalshéraði hér fyrir nokkrum árum? Ertu bara ekki búina að gleyma því að þú hefur séð halastjörnu? ...samt ekki tvær eins og Konni.
kv
K

13 janúar, 2007 18:46  

Skrifa ummæli

<< Home