8.1.07

Tröppur, skemmtilegt innlegg í trúarlífið

Ég var að bíða eftir sjónvarpsfréttunum áðan og smellti mér rétt sem snöggvast á Ómega. Lítið fór fyrir prédikun þá stundina því hin trúarlega verslun Skjákaup var í fullum gangi. Það er alveg merkilegt hvað hversdagslegir hlutir fá nýja merkingu bara við það að vera til sölu í Skjákaupum.
Nú voru þeir að selja stiga eða tröppur. Við fyrstu sýn voru þetta venjulegar tröppur til notkunar í heimahúsum.
En hvað kemur í ljós þegar betur er að gáð?
Þessi tröppusala er kænskubragð þeirra Ómegamanna, hluti trúboðsins?
Heimiliströppur er hjálpartæki trúarlífsins?
Stigi eða trappa eru þegar öllu er á botninn hvolft gríðarlega merkilegt trúartæki.
Stigi er tákrænt tæki því með hjálp stiga kemst maður nær almættinu. Hærra minn guð til þín, segir í sálminum. Led Zeppelin sungu um Stairway to heaven og prestar stíga upp í prédikunarstólinn og svífa yfir höfðum kirkjugesta.
Þeir hjá Ómega eru snillingar að sýna okkur fram á að nánast allt sem við gerum hefur trúarlega merkingu og tilgang. Jafnvel að klifra upp í skáp er skemmtilegt innlegg í trúarlífið.
Já, enginn verður svikinn af innliti á Ómega.
Gefum öll hjálpartækjum trúarlífsins meiri gaum.
Svo voru þeir farnir að selja naglalakk en þá skipti ég yfir á fréttirnar. Vonandi verður það endursýnt.
Kveðja,Konni

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Veistu það Konni að miðað við næsta blogg á undan þá hefur þú ekki gott af því að vera að horfa á þessa Ómegastöð. Ég sé það á blogginu þínu að þetta er einhver stöð sem hægt er að horfa á í höfuðborginni og þú ert að laumast til að horfa á.
Sjáðu bara hvað hún elur á öfund og illgrini hjá þér. Manstu þegar þú áttir heima á Hallormsstað og sást ekkert nema ríkið þá varstu miklu betur innrættur, sálin hrein og tær.
Hættu að horfar á þessa stöð og það strax. Heyrir þú það.

08 janúar, 2007 19:24  
Blogger Konni kynlegi said...

Kæra Rannveig
Þetta er alveg satt hjá þér. En hvers vegna næst Ómega ekki fyrir Austan? Þeir senda alla leið til Arabíu. Fáðu þér loftnet og prófaðu, gerðu það nú. Ég er svolítið ragur við að hætta að horfa á Ómega fyrr en ég hf fengið botn í þetta með naglalakkið.
Farðu svo í kirkju á sunnudaginn.
Sjáumst.
Konni

08 janúar, 2007 20:08  

Skrifa ummæli

<< Home