Sumir þora ... ekki ...alltaf
Formaður Samfylkingarinnar segir að sá flokkur þori meðan aðrir þora ekki. Í sömu ræðu segir formaðurinn að flokkar eigi bara að hafa svona heildar stefnu í virkjanamálum en hins vegar eigi íbúar hvers svæðis að velja hvort þeir vilji álver eða virkjun eða bæði virkjun og álver. Pólitíkusar eru að gera sér grein fyrir því að umhverfismál eru heit mál nú á dögum, sumir reyndar með brunasár eftir framgöngu sína á Austurlandi. En flokkur sem þorir að taka á öllu meðan aðrir flokkar þora ekki, samkvæmt ræðu formannsins í dag og hefur auk þess nýlega gefið út umhverfisstefnu hlýtur líka að hafa skoðun á því hvort byggja eigi álver hér og þar og allsstaðar, annað er aumingjagangur. Reyndar sýnist mér þetta vera afstaða hjá stjórnmálamönnum í fleiri flokkum sem sýnir hvað þeir eru hræddir við að hafa skoðun á þessum málum. Með því að láta íbúa þessa lands kjósa hér og þar um hitt og þetta eru stjórnmálamenn að koma sér hjá því að hafa skoðun. Það má vel efna til atkvæðagreiðslna um hin ýmsu málefni utan hefðbundinna kosninga en við eigum heimtingu á að fá fram skoðanir stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna, annars eru þeir ónytjungar. Vill formaður Samfylkingarinnar stækka álverið í Hafnarfirði eða ekki? Eða þorir hann kannski ekki .. alltaf?
Kv
Konni
3 Comments:
nei, ég nefnilega held það einmitt. Mér finnst svolítið fyndið að Samfó skuli dirfast að segjast þora meiru en VG...
Þetta eru gungur. Með brunasár upp til hópa. En ekki með skoðanir sem treystandi er á. Ég er í vondum málum - sem kjósandi. En ég skemmti mér vel á þorrablóti, takk fyrir það.
Sælar
Ég held nú að VG geti vel við unað ef farið yrði út í hver þorir-samanburð við Samfó sérstaklega í umhverfismálum.
Ég skemmti mér líka vel á þessu blóti Austfirðingar eru nefnilega ansi hressilegt fólk ... jafnvel þó það sé brottflutt eða tilflutt um lengri eða skemmri tíma. Nú er bara að hlakka til Vallablótsins.
kv.
Konni
Skrifa ummæli
<< Home